Ég versla ekki við fyrirtæki heima Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Í gegnum árin höfum við séð ýmsar herferðir sem miða að því að fá fólk til að versla heima og velja íslenskt. Við heyrum umfjöllun um að við eigum að styðja íslenska framleiðslu, meðal annars bændur. Ekki bara með viðskiptum, heldur jafnvel með opinberum styrkjum og niðurgreiðslum. Veistu, nei. Þetta er komið gott. Það á ekkert fyrirtæki, engin verslun og enginn framleiðandi rétt á viðskiptum okkar. Nokkur fyrirtæki í mínum heimabæ hafa gert mig verulega pirraða í gegnum árin með plakötum í gluggum, greinum í bæjarblöðum og væli úti í bæ um að fólk eigi að versla í heimabyggð. Á sama tíma eru gæðin hjá þeim léleg, verðin hærri en hjá samkeppnisaðilunum, þjónustan vægast sagt skelfileg og markaðssetningin nánast engin. Orkunni sem fer í þennan heimaáróður væri betur varið í að bæta gæðin, verðin og þjónustuna, og læra að markaðssetja almennilega til þess að ná í viðskiptavini. Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um vöruþróun og almennilega markaðssetningu á lambakjöti! Neytendur eru ekki í góðgerðastarfsemi. Ekkert frekar en fyrirtækin eru í góðgerðastarfsemi. Þetta eru einfaldlega viðskipti. Það á enginn rétt á viðskiptum annarra. Þú verður að vinna þér þau inn. Grundvöllur markaðsfræðanna er að mæta þörfum neytenda. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem horfa á hlutina frá sjónarhóli viðskiptavinanna og nálgast þá þaðan ná betri árangri en önnur. Sá sem kemur með besta svarið þegar viðskiptavinurinn spyr: „Hvað fæ ég út úr því?“ stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er einfalt og í anda Kennedys: Ekki spyrja hvað viðskiptavinurinn getur gert fyrir þig, spurðu hvað þú getur gert fyrir viðskiptavininn. Nú þegar íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir stöðugt harðnandi erlendri samkeppni þá einfaldlega verða þau að fara að læra þetta. Það er að duga eða drepast. Þú átt ekki rétt á því að ég skipti við þig. En að öllu jöfnu: ef að gæðin, verðin, þjónustan og markaðssetningin eru jafngóð og hjá hinum, þá eru allar líkur á því ég kjósi að versla heima. En ég versla ekki heima – nema að fyrirtækin heima hafi unnið sér það inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin höfum við séð ýmsar herferðir sem miða að því að fá fólk til að versla heima og velja íslenskt. Við heyrum umfjöllun um að við eigum að styðja íslenska framleiðslu, meðal annars bændur. Ekki bara með viðskiptum, heldur jafnvel með opinberum styrkjum og niðurgreiðslum. Veistu, nei. Þetta er komið gott. Það á ekkert fyrirtæki, engin verslun og enginn framleiðandi rétt á viðskiptum okkar. Nokkur fyrirtæki í mínum heimabæ hafa gert mig verulega pirraða í gegnum árin með plakötum í gluggum, greinum í bæjarblöðum og væli úti í bæ um að fólk eigi að versla í heimabyggð. Á sama tíma eru gæðin hjá þeim léleg, verðin hærri en hjá samkeppnisaðilunum, þjónustan vægast sagt skelfileg og markaðssetningin nánast engin. Orkunni sem fer í þennan heimaáróður væri betur varið í að bæta gæðin, verðin og þjónustuna, og læra að markaðssetja almennilega til þess að ná í viðskiptavini. Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um vöruþróun og almennilega markaðssetningu á lambakjöti! Neytendur eru ekki í góðgerðastarfsemi. Ekkert frekar en fyrirtækin eru í góðgerðastarfsemi. Þetta eru einfaldlega viðskipti. Það á enginn rétt á viðskiptum annarra. Þú verður að vinna þér þau inn. Grundvöllur markaðsfræðanna er að mæta þörfum neytenda. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem horfa á hlutina frá sjónarhóli viðskiptavinanna og nálgast þá þaðan ná betri árangri en önnur. Sá sem kemur með besta svarið þegar viðskiptavinurinn spyr: „Hvað fæ ég út úr því?“ stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er einfalt og í anda Kennedys: Ekki spyrja hvað viðskiptavinurinn getur gert fyrir þig, spurðu hvað þú getur gert fyrir viðskiptavininn. Nú þegar íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir stöðugt harðnandi erlendri samkeppni þá einfaldlega verða þau að fara að læra þetta. Það er að duga eða drepast. Þú átt ekki rétt á því að ég skipti við þig. En að öllu jöfnu: ef að gæðin, verðin, þjónustan og markaðssetningin eru jafngóð og hjá hinum, þá eru allar líkur á því ég kjósi að versla heima. En ég versla ekki heima – nema að fyrirtækin heima hafi unnið sér það inn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun