Áratugur breytinga: Íslendingar og umhverfismál Ólafur Elínarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun