Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2018 12:27 Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræðingum. vísir/vilhelm Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en um helgina var tilkynnt að til stæði að mynda hópinn. Er hópnum ætlað að vinna að hugmyndum um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu á ríkisstjórnarfundi í morgun og er hópnum ætlað að kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði eigi síðar en 20. janúar 2019. Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræðingum.Anna Guðmunds Ingvarsdóttir.ÍLSMikilvægt að taka höndum saman Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að nú sé mikilvægt að taka höndum saman og finna raunhæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. „Í mínum huga er mikilvægast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagnast sem allra flestum en ljóst er að öruggt húsnæði er einn af grundvallarþáttum í því velferðarsamfélagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hópurinn sé átakshópur þá vona ég að þær tillögur sem hópurinn skilar muni ekki aðeins leysa stöðuna til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála hér á landi,“ segir Katrín.Gísli GíslasonMynd/FaxaflóahafnirHefði þurfti 16 þúsund íbúðir Í fréttinni segir að fyrir liggi að á árunum 2013 til 2017 hafi íbúðum hér á landi fjölgað um 6.500, en að mati Íbúðalánasjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf sem skapaðist á tímabilinu vegna fólksfjölgunar, breytinga á aldurssamsetningu og fjölgunar íbúða í skammtímaleigu. Anna Guðmunda hyggst taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verkefni af fullum þunga, en auk Önnu og Gísla verða í nefndinni þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveitarfélögum og þrír frá heildarsamtökum á vinnumarkaði.Rætt var við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, um hópinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Fréttina má sjá hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku. 24. nóvember 2018 18:27 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en um helgina var tilkynnt að til stæði að mynda hópinn. Er hópnum ætlað að vinna að hugmyndum um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu á ríkisstjórnarfundi í morgun og er hópnum ætlað að kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði eigi síðar en 20. janúar 2019. Íbúðalánasjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sérfræðingum.Anna Guðmunds Ingvarsdóttir.ÍLSMikilvægt að taka höndum saman Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að nú sé mikilvægt að taka höndum saman og finna raunhæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. „Í mínum huga er mikilvægast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagnast sem allra flestum en ljóst er að öruggt húsnæði er einn af grundvallarþáttum í því velferðarsamfélagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hópurinn sé átakshópur þá vona ég að þær tillögur sem hópurinn skilar muni ekki aðeins leysa stöðuna til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála hér á landi,“ segir Katrín.Gísli GíslasonMynd/FaxaflóahafnirHefði þurfti 16 þúsund íbúðir Í fréttinni segir að fyrir liggi að á árunum 2013 til 2017 hafi íbúðum hér á landi fjölgað um 6.500, en að mati Íbúðalánasjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf sem skapaðist á tímabilinu vegna fólksfjölgunar, breytinga á aldurssamsetningu og fjölgunar íbúða í skammtímaleigu. Anna Guðmunda hyggst taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verkefni af fullum þunga, en auk Önnu og Gísla verða í nefndinni þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveitarfélögum og þrír frá heildarsamtökum á vinnumarkaði.Rætt var við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, um hópinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Fréttina má sjá hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku. 24. nóvember 2018 18:27 Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku. 24. nóvember 2018 18:27
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent