Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2018 06:45 Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar. Fréttablaðið/Anton Brink Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira