Bjarni Bjarnason sest aftur í forstjórastól Orkuveitu Reykjavíkur Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Bjarni Bjarnason tekur aftur við starfi forstjóra Orkuveitunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Sú úttekt sem nú hefur farið fram á vinnustaðarmenningu og starfsmannamálum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur bendir á ýmsar leiðir til að gera vinnustaðinn enn betri. Þótt úttektin staðfesti að innan Orkuveitunnar ríki góður starfsandi tekur stjórn OR þær ábendingar sem koma fram í úttektinni alvarlega og mun tryggja að við þeim verður brugðist með viðeigandi hætti.“ Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Á fundinum kynnti Helga Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra OR síðastliðna tvo mánuði, greinargerð sína um farveg þeirra ábendinga sem fram komu í úttektarskýrslu innri endurskoðunar. Bjarni Bjarnason, sem óskaði sjálfur eftir að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastól á meðan rannsókn málsins færi fram, tekur aftur við forstjórastöðunni í dag. Þær ábendingar og umbætur sem kynntar voru á fundi stjórnarinnar lúta meðal annars að mannauðsmálum, stjórnarháttum, jafnréttismálum, ráðningar- og starfslokaferlum, áreitni og einelti. Þá var greint frá því í gær að stjórn Orku náttúrunnar hafi ákveðið að lengja uppsagnarfrest þeirra Bjarna Más Júlíussonar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur um tvo mánuði. Einnig hefur verið ákveðið að ekki verði neitt aðhafst af hálfu Orku náttúrunnar vegna tölvupóstsendinga Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu, til stjórnenda fyrirtækisins.Sighvatur Arnmundsson Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Sú úttekt sem nú hefur farið fram á vinnustaðarmenningu og starfsmannamálum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur bendir á ýmsar leiðir til að gera vinnustaðinn enn betri. Þótt úttektin staðfesti að innan Orkuveitunnar ríki góður starfsandi tekur stjórn OR þær ábendingar sem koma fram í úttektinni alvarlega og mun tryggja að við þeim verður brugðist með viðeigandi hætti.“ Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Á fundinum kynnti Helga Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra OR síðastliðna tvo mánuði, greinargerð sína um farveg þeirra ábendinga sem fram komu í úttektarskýrslu innri endurskoðunar. Bjarni Bjarnason, sem óskaði sjálfur eftir að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastól á meðan rannsókn málsins færi fram, tekur aftur við forstjórastöðunni í dag. Þær ábendingar og umbætur sem kynntar voru á fundi stjórnarinnar lúta meðal annars að mannauðsmálum, stjórnarháttum, jafnréttismálum, ráðningar- og starfslokaferlum, áreitni og einelti. Þá var greint frá því í gær að stjórn Orku náttúrunnar hafi ákveðið að lengja uppsagnarfrest þeirra Bjarna Más Júlíussonar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur um tvo mánuði. Einnig hefur verið ákveðið að ekki verði neitt aðhafst af hálfu Orku náttúrunnar vegna tölvupóstsendinga Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu, til stjórnenda fyrirtækisins.Sighvatur Arnmundsson
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira