Vinnueftirlitið bannaði vinnu í fiskvinnslu AG-seafood ehf. í Sandgerði og í fiskvinnslu Tor ehf. í Hafnarfirði fyrr í þessum mánuði.
Á vef Vinnueftirlitsins segir að við eftirlitsheimsókn til AG-seafood þan 1. nóvember síðastliðinn hafi komið í ljós að búið var að aftengja öryggisbúnað og fjarlægja hlífar á flatfiskflökunarvél.
Var vinna við vélina því bönnuð þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin við notkun hennar.
Búið er að gera úrbætur á vélinni og hefur vinna verið leyfð að nýju.
Þá var farið í eftirlitsheimsókn hjá Tor þann 13. nóvember síðastliðinn og kom þá í ljós að einnig þar var búið að aftengja öryggisbúnað og opna hlífar á flatfiskflökunarvél.
Vinna við þá vél var bönnuð en búið er að gera úrbætur á henni og er nú leyfilegt að vinna við vélina á ný.
Ákvarðanir Vinnueftirlitsins má sjá hér og hér.
Bönnuðu vinnu í fiskvinnslum í Sandgerði og Hafnarfirði
