Uppgjör: Hamilton kláraði tímabilið með stæl Bragi Þórðarson skrifar 26. nóvember 2018 17:00 Hamilton kom, sá og sigraði vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars. Formúla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars.
Formúla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira