Viðskipti með bréf Icelandair eru hafin á ný en þau voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins.
Í frétt á vef FME kom fram að viðskipti hefðu verið stöðvuð til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tilkynningu frá Icelandair kom svo fram að ólíklegt sé að búið verði að uppfylla alla fyrirvara á kaupum félagsins á WOW air fyrir hluthafafund á föstudag.
Eftir að lokað var fyrir viðskipti með bréf Icelandair lækkaði hlutabréfaverð í öðrum skráðum félögum í Kauphöllinni.
