Launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar kemst líklega ekki í úrslitakeppnina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2018 12:00 Rodgers og Cousins þakka hvor öðrum fyrir leikinn. vísir/getty Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Sjá meira
Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Sjá meira