Launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar kemst líklega ekki í úrslitakeppnina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2018 12:00 Rodgers og Cousins þakka hvor öðrum fyrir leikinn. vísir/getty Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira