Fótbolti

Vialli glímir við krabbamein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vialli á FIFA-verðlaununum í lok september.
Vialli á FIFA-verðlaununum í lok september. vísir/getty
Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið.

„Það var eðlilega ekki hægt að sleppa því að skrifa um það í bókinni. Þetta var erfiður tími sem ég hef lært mikið af,“ sagði Vialli.

„Það var sérstaklega erfitt að segja fjölskyldunni frá þessu því maður ekki vill ekki sjá ástvini sína þjást. Ég hélt þessu og var oft í peysu undir skyrtunni svo fólk sæi ekki hvað ég hefði breyst. Á endanum ákvað ég að opna mig alveg með þetta og skrifa um það í bókinni.“

Vialli vonast eftir því að saga hans geti hjálpað öðrum í sömu sporum en hann segist vera heill heilsu í dag þó svo ómögulegt sé að segja til um hvað gerist í framhaldinu.

Vialli er orðinn 54 ára gamall. Hann lék með Cremonese, Sampdoria, Juventus og Chelsea á glæstum ferli. Hann spilaði einnig 59 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim leikjum 16 mörk.

Hann reyndi fyrir sér í þjálfun á Englandi. Stýrði Chelsea frá 1998 til 2000 og svo Watford frá 2001 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×