Halda áfram limgervingu Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Aðferðir typpamyndaprakkaranna verða sífellt fágaðri. AP/Alex Brandon Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira