„Það er einhvern veginn allt í upplausn“ Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 20:24 Eiríkur var í viðtali hjá Eddu Andrésdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið. Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið.
Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52