Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2018 20:00 Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“. Flóahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“.
Flóahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira