Aldargamalt fullveldi þarf að glíma við fjölbreytta ógn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira