Dómur fellur yfir Thomasi Møller Olsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:11 Thomas Møller Olsen huldi ekki andlit sitt í Landsrétti eins og hann gerði þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30
Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00