Hágrét þegar að hann sá bros á vörum Kristbjargar og vissi að HM væri möguleiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 10:00 Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn Aron Einar áður en hann hélt á HM. Vísir/EgillA Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00