Kafa þurfi dýpra í málefni OR Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Eyþór segir viðbrögð stjórnenda OR til marks um að þau líti á úttektina sem ímyndarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orkuveitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfsmannavelta, ekki síst hjá Orku náttúrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo-umræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niðurstöður um það að fólki líður ágætlega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síðustu tvö árin þannig að það er mikilvægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06 Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
„Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orkuveitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfsmannavelta, ekki síst hjá Orku náttúrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo-umræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niðurstöður um það að fólki líður ágætlega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síðustu tvö árin þannig að það er mikilvægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06 Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30