Handbolti

Alfreð hafði betur gegn Bjarka og Arnór skoraði sjö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð og lærisveinar hans unnu góðan sigur á Füchse í kvöld.
Alfreð og lærisveinar hans unnu góðan sigur á Füchse í kvöld. vísir/getty
Alfreð Gíslason hafði betur gegn Bjarka Má Elíssyni í Íslendingaslagnum í þýsku úrvalsdeildinni er Kiel vann fjögurra marka sigur á Füchse Berlín, 26-22.

Kiel var 14-13 yfir í hálfeik en þetta var annað tap Füchse í vikunni því í miðri viku tapaði liðið á útivelli gegn Álaborg í Evrópukeppninni.

Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark fyrir Füchse sem er í sjötta sætinu en Kiel í öðru til þriðja sætinu ásamt Magdeburg, tveimur stigum á eftir Flensburg.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk er Bergrischer tapðai með þremur mörkum, 28-25, gegn Göppingen á heimavelli. Bergrischer er í sjöunda sæti deildarinnar.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu með minnsta mun, 27-26, gegn Melsungen. Erlangen er í fimmtánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×