Kubica keppir fyrir Williams á næsta ári Bragi Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 06:00 Robert Kubica er á leið aftur í Formúlu 1. vísir/getty Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira