Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:45 Systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í morgun. Þá lá hún enn inni á salerninu. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11