Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:45 Systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í morgun. Þá lá hún enn inni á salerninu. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11