Rússar ósáttir við afskipti af kosningum í Interpol Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:30 Kim Jong-yang, nýkjörinn forseti Interpol. Nordicphotos/AFP Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56