Mistök í borginni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Sjá meira
Blessunarlega er mikil andstaða við þau áform að reisa hótel á Landsímareitnum, hjá þeim reit sem áður var Víkurkirkjugarður. Þeir sem gagnrýna þessa ákvörðun hvað harðast segja helgispjöll að byggja yfir kirkjugarð og raska ró þeirra sem þar hvíla. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem standa að byggingu hótels á svæðinu fullyrða hins vegar að það muni ekki rísa á sjálfum grafreitunum. Þannig er deilt um það hvort hótel verði í nálægð við grafreiti eða á grafreitum, en það breytir engu um það að forkastanlegt er að planta þarna niður hóteli. Ef það er eitthvað sem miðbærinn þarf síst á að halda þá er það enn eitt hótelið, og allra síst á þessum stað. Nýlega var haldinn fjölmennur mótmælafundur í Víkurgarði, enn ein tilraun til að koma viti fyrir þá stjórnmálamenn sem lögðu blessun sína yfir að hótel yrði reist þar. Þar tók til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gáfuð og merk kona sem Íslendingar hafa í miklum hávegum. Hún hvetur borgaryfirvöld til að falla frá áformum um hótelbyggingu á þessum stað. Hún segist jafnframt vera tilbúin að vera í forsvari fyrir því að safna fyrir skaðabótum til framkvæmdaaðila þurfi að greiða þær. Víst er að almenningur myndi glaður leggja Vigdísi lið í þeirri söfnun. Þetta er mál sem vert er að berjast fyrir. Ekki er þó hægt að treysta á öfluga liðveislu stjórnmálamanna í þessu máli. Í Ráðhúsinu mæta stjórnmálamenn gagnrýni á hótelbyggingu á dýrmætu svæði með muldri um að ómögulegt sé að breyta því sem þegar hafi verið ákveðið. Það er máttlaust svar. Ef stjórnmálamenn gera mistök verða þeir að hafa manndóm í sér til að stíga fram, viðurkenna þau og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta þau. Því miður er ekki nægur dugur í íslenskum stjórnmálamönnum og nær óþekkt er að þeir viðurkenni mistök, hvað þá að þeir sjái sóma sinn í því að bæta fyrir þau. Þegar kemur að skipulagsmálum miðbæjarins er engu líkara en borgarfulltrúar meirihlutans hafi glatað sjálfstæðri hugsun og séu orðnir strengjabrúður í höndum verktaka sem fá óheftir að valsa um miðbæinn og leggja sína dauðu hönd á verðmæt svæði. Nýtt pólitískt afl í borginni, Viðreisn, sem einhverjir bundu vonir við að hefði vott af samvisku í þessu máli, virðist vart með meðvitund. Úr þinghúsinu heyrist svo ekki margt, þingmenn láta nær allir eins og þeim komi málið ekki við. Þar hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið svo að segja sá eini sem hefur látið í sér heyra þegar kemur að skipulagsmálum í borginni. Varnaðarorðum hans hefur verið mætt með hæðnishlátri pólitískra andstæðinga. Meirihluti borgarstjórnar hefur margbrugðist í þessu máli og furðulegt er að sjá hann gera sitt ýtrasta til að svipta miðbæinn sjarma sínum og sérstöðu. Gamli bærinn í Reykjavík er það fallegasta við borg sem í auknum mæli er farin að minna á hverja aðra hótelborg. Í stað þess að leyfa miðbænum að njóta sín virðist ætlunin að leyfa hótelbyggingum að gleypa hann.
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar