„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:22 Verslanir Elko eru meðal þeirra sem tekið hafa hinum svokallaða Svarta föstudegi fagnandi. Vísir/vilhelm Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu. Neytendur Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira
Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu.
Neytendur Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira