„Heilaþvottur“ Lagerbäck virkar líka á Norðmenn: Besta árið í 89 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Lars Lagerbäck talar við sína menn í norska landsliðinu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira