„Heilaþvottur“ Lagerbäck virkar líka á Norðmenn: Besta árið í 89 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Lars Lagerbäck talar við sína menn í norska landsliðinu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira