Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 08:19 Maðurinn setti sig í samband við drengina í gegnum Snapchat og spjallþræði á netinu. Getty/Thomas Trutschel Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019. Norðurlönd Noregur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira