Rothöggið í Sviss virðist hafa dregið úr tiltrú innan liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ Sjá meira