Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í apríl. Vísir Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira