Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 10:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í gær. vísir/Vilhelm Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent