Handbolti

"Hann er okkar mjaltasnáði og búskapurinn gengur betur þegar hann er með“

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Pálmar er skemmtilegur viðmælandi.
Pálmar er skemmtilegur viðmælandi. vísir/ernir
Pálmar Pétursson, markvörður Aftureldingar, var ánægður með sigurinn á sjóðheitum Stjörnumönnum í Olís-deild karla í kvöld.

 

„Hún er mjög góð en ég er mjög þreyttur. Þetta var klassa sigur og það er mun skemmtilegra að vinna heldur en að tapa,” sagði Pálmar aðspurður um tilfinningunga í leikslok.

 

Í upphafi leiks skiptust liðin á mörkum eins og það væri enginn í marki. Pálmar varði ekki sitt fyrsta skot fyrr en eftir tæpar tíu mínútur og allt var inni hjá Stjörnunni.

 

„Ég veit náttúrulega ekkert um handbolta sko. Ég veit bara eitthvað um markvörslu. Við vorum aðallega að gera tæknifeila í sókninni. Ég held að þeir hafi ekki skorað nema tvö eða þrjú mörk í upphafi utan af velli.”

„Þeir voru að opna okkur og við vorum að taka heimskulegar ákvarðanir í sókninni og við vorum þannig að hleypa þeim í hraðaupphlaup. Ég held að sóknarleikurinn hjá okkur og þétt vörn sé aðal ástæðan.”

 

Varnarleikur Aftureldingar var ekki góður í upphafi leiks en batnaði mikið eftir fyrsta korterið. Þeir fóru að trufla skotin hjá gestunum og gera lífið erfiðara fyrir þeim.

 

Hversu mikið auðveldara var að verja eftir að varnarleikurinn small saman?

 

„Það var töluvert auðveldara sko. Munaði náttúrulega um að fá Bödda inn í þennan leik sko. Hann er okkar mjaltarsnáði og búskapurinn gengur miklu betur í vörninni þegar hann er á staðnum. Þannig að það munar alveg helling um það.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×