Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:39 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hyggst fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu en konan tilkynnti framkomu Ágústs til nefndarinnar. Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segist hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins. Honum finnist því rétt að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði,“ skrifar Ágúst.Lét „mjög særandi“ orð falla um konuna er hún hafnaði honum Ágúst kveðst hafa brugðist ókvæða við höfnun konunnar. Því sé hann ekki stoltur af. „Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“ Nokkru síðar hafi konan haft samband við hann og rætt upplifun sína af samskiptum þeirra umrætt kvöld. „Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.“ Leitar sér faglegrar aðstoðar og fer í launalaust leyfi Í kjölfarið ákvað konan að tilkynna framkomu Ágústs til faglegrar trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, sem Ágúst segir eðlilegt skref. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum, að sögn Ágústs. „Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.“ Niðurstaða trúnaðarnefndarinnar lá svo fyrir í síðustu viku og komst hún að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna framkomu hans, sem Ágúst segist vitaskuld una. Þá hafi hann ákveðið að leita sér aðstoðar vegna framkomu sinnar og óska eftir launalausu leyfi frá þingstörfum tímabundið. „Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm. Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hyggst fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu en konan tilkynnti framkomu Ágústs til nefndarinnar. Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segist hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins. Honum finnist því rétt að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði,“ skrifar Ágúst.Lét „mjög særandi“ orð falla um konuna er hún hafnaði honum Ágúst kveðst hafa brugðist ókvæða við höfnun konunnar. Því sé hann ekki stoltur af. „Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“ Nokkru síðar hafi konan haft samband við hann og rætt upplifun sína af samskiptum þeirra umrætt kvöld. „Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.“ Leitar sér faglegrar aðstoðar og fer í launalaust leyfi Í kjölfarið ákvað konan að tilkynna framkomu Ágústs til faglegrar trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, sem Ágúst segir eðlilegt skref. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum, að sögn Ágústs. „Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.“ Niðurstaða trúnaðarnefndarinnar lá svo fyrir í síðustu viku og komst hún að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna framkomu hans, sem Ágúst segist vitaskuld una. Þá hafi hann ákveðið að leita sér aðstoðar vegna framkomu sinnar og óska eftir launalausu leyfi frá þingstörfum tímabundið. „Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm. Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira