Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Fþh Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi samflokksmenn hennar, hafi átt frumkvæði að fundinum örlagaríka á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. Ólafur þvertekur fyrir að hann og Karl Gauti hafi óskað eftir fundinum. Þetta hafði Inga eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og sagði hann hafa látið orðin falla á fundi formanna flokkanna í dag. Ólafur Ísleifsson, sem rekinn var úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins og situr nú á þingi sem óháður þingmaður, hafnar því í samtali við Vísi að frumkvæðið hafi verið sín megin. „Hvorki ég né Gauti áttum frumkvæðið að þessum fundi.“ Stjórn Flokks fólksins samþykkti í síðustu viku að reka Ólaf og Karl Gauta úr flokknum vegna aðkomu þeirra að fundinum á Klaustri. Þá tjáði Inga fréttastofu í kvöld að hún hefði rekið Ólaf úr þingnefndunum sem hann á sæti í, Fjárlaganefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Á meðal þess sem fram kom á Klaustursupptökunum voru umræður um að Ólafur og Karl Gauti myndu mögulega ganga í Miðflokkinn. Þeir hafa báðir haldið því fram síðan að ekkert slíkt hafi staðið til. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi samflokksmenn hennar, hafi átt frumkvæði að fundinum örlagaríka á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. Ólafur þvertekur fyrir að hann og Karl Gauti hafi óskað eftir fundinum. Þetta hafði Inga eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og sagði hann hafa látið orðin falla á fundi formanna flokkanna í dag. Ólafur Ísleifsson, sem rekinn var úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins og situr nú á þingi sem óháður þingmaður, hafnar því í samtali við Vísi að frumkvæðið hafi verið sín megin. „Hvorki ég né Gauti áttum frumkvæðið að þessum fundi.“ Stjórn Flokks fólksins samþykkti í síðustu viku að reka Ólaf og Karl Gauta úr flokknum vegna aðkomu þeirra að fundinum á Klaustri. Þá tjáði Inga fréttastofu í kvöld að hún hefði rekið Ólaf úr þingnefndunum sem hann á sæti í, Fjárlaganefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Á meðal þess sem fram kom á Klaustursupptökunum voru umræður um að Ólafur og Karl Gauti myndu mögulega ganga í Miðflokkinn. Þeir hafa báðir haldið því fram síðan að ekkert slíkt hafi staðið til. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28
Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00