Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 18:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu. Fyrir aftan hann má sjá forseta Alþingis gjóa augunum út í þingsal en ætla má að hann sé að fylgjast með þingkonunum sem þá voru á leið út úr salnum. Mynd/Skjáskot Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59
Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00