Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 19:15 Tómas Inga Tómasson. Vísir/Stöð 2 Sport Tómas Ingi Tómasson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og þjálfari, segist hafa verið við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm. Hann hafi verið kominn á botninn. Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalega erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. Vinir, velunnarar og ættingjar Tómasar Inga Tómassonar ætla að sýna stuðning sinn í verki á sunnudaginn með því að halda Tommasaginn í Egilshöllinni. Mjaðmaraðgerð Tómasar Inga misheppnaðist árið 2015 og kallaði á þrjár aðferðir í viðbót. Tómas hefur eytt yfir tvöhundruð dögum inni á spítala frá því í apríl. Næst á dagskrá er að komast í aðgerð til Þýskalands þar sem síðustu fjórar aðgerðir á Íslandi hafa ekki skilað árangri. Gaupi, hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann mjög erfitt ár. „Í janúar 2019 verða komin fjögur ár í þessari baráttu. Það má segja að fyrsta aðgerð hafi virkilega klikkað. Ég fann að það strax eftir aðgerð að eitthvað var ekki rétt. Þrátt fyrir að ég hafi farið tvisvar til þrisvar til bæklunarlæknis á þeim tíma og kvartað yfir vanlíðan, þá var ekkert hlustað á það. Ég gekk með þetta í tvö og hálft ár áður en nokkuð væri gert,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, í viðtalinu við Gaupa. „Svo fann ég lækni sem hafði trú á því að þetta væri ekki bara eitthvað blaður í hausnum á mér heldur að það væri eitthvað að. Þá er farið í rólegheitum að byrja að skoða allskonar hluti eins og að dæla úr mér vökva sem safnaðist fyrir í náranum. Ég fór í það í sjö eða átta skipti. Þegar mest var þá var 360 millilítum dælt úr sem er rétt rúmlega ein kókdós. Það er ekkert spes að vera með kókdós inn í sér,“ sagði Tómas Ingi. Hann er búinn að vera á sjúkrahúsinu nánast á hverjum degi síðan í april og hann var við dauðans dyr. „Í síðustu af þessum þremur aðgerðum sem voru gerðar á þessu ári þá fékk ég sýklalyf sem ég hef greinilega bráðaofnæmi fyrir. Það stoppaði allt en sem betur fer var ég á besta stað sem ég gat verið á þeim tíma eða á gjörgæslu. Manni var kippt til baka. Ég var á gjörgæslu í tvo daga en þetta tók líkamlegan toll því ég fann vel fyrir því að þetta hafði gerst,“ sagði Tómas Ingi en næst á dagskrá er að fara til Þýskalands 17. desember. Tómas Ingi segir meira af stöðu mála hjá sér og framtíðarsýn sinni í viðtalinu en það má finna allt viðtal Guðjón Guðmundssonar við Tómas Inga Tómasson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Nú síðast fréttist af því að Ásgeir Sigurvinsson ætli að spila fyrir lið Eyjólfs og Arnór Guðjohnsen ætli að spila fyrir lið Rúnars.Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 070669-4129).Úr viðburðarlýsingu Tommadagsins á fésbókinni: Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi! Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og þjálfari, segist hafa verið við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm. Hann hafi verið kominn á botninn. Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalega erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. Vinir, velunnarar og ættingjar Tómasar Inga Tómassonar ætla að sýna stuðning sinn í verki á sunnudaginn með því að halda Tommasaginn í Egilshöllinni. Mjaðmaraðgerð Tómasar Inga misheppnaðist árið 2015 og kallaði á þrjár aðferðir í viðbót. Tómas hefur eytt yfir tvöhundruð dögum inni á spítala frá því í apríl. Næst á dagskrá er að komast í aðgerð til Þýskalands þar sem síðustu fjórar aðgerðir á Íslandi hafa ekki skilað árangri. Gaupi, hitti Tómas Inga í dag og ræddi við hann mjög erfitt ár. „Í janúar 2019 verða komin fjögur ár í þessari baráttu. Það má segja að fyrsta aðgerð hafi virkilega klikkað. Ég fann að það strax eftir aðgerð að eitthvað var ekki rétt. Þrátt fyrir að ég hafi farið tvisvar til þrisvar til bæklunarlæknis á þeim tíma og kvartað yfir vanlíðan, þá var ekkert hlustað á það. Ég gekk með þetta í tvö og hálft ár áður en nokkuð væri gert,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, í viðtalinu við Gaupa. „Svo fann ég lækni sem hafði trú á því að þetta væri ekki bara eitthvað blaður í hausnum á mér heldur að það væri eitthvað að. Þá er farið í rólegheitum að byrja að skoða allskonar hluti eins og að dæla úr mér vökva sem safnaðist fyrir í náranum. Ég fór í það í sjö eða átta skipti. Þegar mest var þá var 360 millilítum dælt úr sem er rétt rúmlega ein kókdós. Það er ekkert spes að vera með kókdós inn í sér,“ sagði Tómas Ingi. Hann er búinn að vera á sjúkrahúsinu nánast á hverjum degi síðan í april og hann var við dauðans dyr. „Í síðustu af þessum þremur aðgerðum sem voru gerðar á þessu ári þá fékk ég sýklalyf sem ég hef greinilega bráðaofnæmi fyrir. Það stoppaði allt en sem betur fer var ég á besta stað sem ég gat verið á þeim tíma eða á gjörgæslu. Manni var kippt til baka. Ég var á gjörgæslu í tvo daga en þetta tók líkamlegan toll því ég fann vel fyrir því að þetta hafði gerst,“ sagði Tómas Ingi en næst á dagskrá er að fara til Þýskalands 17. desember. Tómas Ingi segir meira af stöðu mála hjá sér og framtíðarsýn sinni í viðtalinu en það má finna allt viðtal Guðjón Guðmundssonar við Tómas Inga Tómasson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Nú síðast fréttist af því að Ásgeir Sigurvinsson ætli að spila fyrir lið Eyjólfs og Arnór Guðjohnsen ætli að spila fyrir lið Rúnars.Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 070669-4129).Úr viðburðarlýsingu Tommadagsins á fésbókinni: Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann