Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 33-27 | Afturelding stöðvaði sigurgöngu Stjörnunnar Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 9. desember 2018 20:00 Elvar Ásgeirsson í baráttu við Bjarka Má Gunnarsson. vísir/daníel þór Afturelding styrkti stöðu sína í baráttunni um heimavallarréttinn í Olís deild karla með 33-27 sigri á Stjörnunni. Fyrir leikinn höfðu Garðbæingarnir unnið fimm leiki í röð og búnir að klifra upp töfluna. Þeir áttu hinsvegar lítinn séns í Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Leikurinn var fjörugur framan af en það var skorað úr fyrstu sjö sóknum leiksins. Það vantaði vægast sagt uppá bæði markvörsluna og varnarleikinn báðu megin í upphafi leiks. Liðin skiptust á forystum langt fram í fyrri hálfleik en Afturelding náðu tökum á leiknum þegar þeir voru komnir yfir 11-9 eftir tæpar tuttugu mínútur. Í þeirri stöðu tók Rúnar þjálfari Stjörnunnar leikhlé og skipti um markmann. Það sló heimamenn þó ekki út af laginu en þeir unnu hálfleikinn 18-13. Heimamenn komu töluvert orkumeiri inn í seinni hálfleikinn og náðu forystunni nokkrum sinnum upp í sjö mörk. Með tæpt korter eftir köstuðu heimamenn frá sér boltanum þrisvar í röð en gestirnir refsuðu í hvert einasta skipti og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Einar tók leikhlé eftir þetta áhlaup og róaði niður sína menn. Stjarnan héldu áfram að reyna að koma tilbaka en án árangurs. Af hverju vann Afturelding? Afturelding mættu hungraðari og voru með meiri breidd. 11 leikmenn skora fyrir Aftureldingu í leiknum en einungis 7 fyrir Stjörnuna sem sýnir hvað þeir eru mikið meiri breidd en gestirnir. Varnarleikur Stjörnunnar var brandari á köflum, hleyptu mönnum framhjá sér eins og þeir mættu ekki snerta þá. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Benediktsson var geggjaður sóknarlega fyrir Aftureldingu, alltaf þegar þeir þurftu mark gátu þeir gefið á Birki sem gat búið til mörk upp úr engu í kvöld. Elvar Ásgeirsson átti mjög góðan leik báðu megin fyrir Aftureldingu þurfti ekki að skjóta mikið en var lítið að klúðra. Þristarnir hjá Aftureldingu voru í stuði í kvöld. Stundum var eins og Stjörnumenn væru krakkar á móti börnum þegar þeir voru að reyna að skjóta yfir Einar og Böðvar í þristunum. Pálmar átti fínan leik í markinu hjá Aftureldingu, þegar hann datt í gang byrjaði Afturelding að búa sér til forystu sem hvarf aldrei. Hjálmtýr Alfreðsson var skásti leikmaður Stjörnunnar. Nýtti færin sín vel sóknarlega og gerði vel þrátt fyrir að hafa verið færður yfir í hægra hornið í smá stund. Stal tveimur boltum og var ágætur í vörninni. Hvað gekk illa? Allt við varnarleik Stjörnunnar nánast. Ungu stjörnunar hjá Stjörnunni Egill og Aron stóðust ekki væntingar í kvöld. Voru að taka mikið af erfiðum skotum og köstuðu boltunum mikið frá sér. Heimamenn voru rosalega kærulausir með boltann þegar þeir voru komnir mikið yfir og enduðu með 15 tapaða bolta skv. HBStatz. Hvað gerist næst? Stjarnan fær ÍBV í heimsókn á sunnudaginn klukkan 16:00. Mosfellingar fara í Breiðholtið næsta mánudagskvöld. Báðir leikir í verða í beinni á Stöð 2 Sport.Einar Andri: Sýndum mikinn karakter „Mér fannst við bara spila frábærlega, allan leikinn. Mikil liðsheild og hver einasti maður sem spilaði skilaði mjög góðu verki. Síðan vorum við bara með leikmenn sem að eru í frábæru formi eins og Pálmar og Birki. Aðallega var þetta bara gríðarlega sterk liðsheild,” sagði Einar Andri þjálfari Aftureldingar um hvað skóp sigurinn. Allir leikmenn þeir 11 leikmenn spiluðu sókn fyrir Aftureldingu skoruðu í kvöld, hvað gerir það fyrir liðið að hafa svona mikla breidd? „Það skiptir öllu máli. Við erum að reyna að koma liðinu í það stand að við getum spilað á öllum mönnum enda erum við með mjög mikið af góðum leikmönnum. Þetta er það sem við erum að leita eftir.” „Við bara missum pínu lítið hausinn í fimm mínútur. Þetta var í rauninni kannski bara þriggja, fjögurra mínútna kafli. Við sýndum bara mikinn karakter og ég hafði engar áhyggjur af þessu. Við höfðum spilað það vel að það var ekki annað í boði en að við myndum snúa þessu við aftur,” sagði Einar um kaflann þegar Stjarnan nær að minnka muninn niður í þrjú mörk. Má búast við að Arnór Freyr markmaður spili í lokaumferðinni? „Það er hæpið.”vísir/báraRúnar Sigtryggs: Mætum ekki rétt stemmdir til leiks „Menn voru bara að reyna að redda því sem komið var í óheppninni. Menn lögðu sig aðeins meira fram en þeir höfðu gert þangað til,” sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, um góða kaflann í leiknum hjá Stjörnunni. Hvað fór úrskeiðis í kvöld? „Við bara mætum ekki rétt stemmdir til leiks. Það hefur stigið mönnum til höfuðs að vinna nokkra leiki í röð. Einbeitingin var ekki góð, við náðum ekki að klára varnarleikinn nógu vel og þeir alltaf skotum á markið. Alltof mörg skot sem koma á markmið og markvarslan var nánast engin í kvöld. Sóknarlega þá erum við bara að sækja með fram vörninni, menn þurfa ekki að sækja á mennina og þegar menn eru að klúðra skotum þá kenna þeir dómurunum um. Þeir skjóta ekki á markið.” „Við þolum ekki að vinna fimm leiki í röð,” sagði Rúnar aðspurður hvað mætti taka jákvætt úr leiknum.Pálmar: Hann er okkar mjaltasnáði og búskapurinn gengur betur þegar hann er með Sigur í kvöld, hvernig er tilfinningin? „Hún er mjög góð en ég er mjög þreyttur. Þetta var klassa sigur og það er mun skemmtilegra að vinna heldur en að tapa,” sagði Pálmar Pétursson, markvörður Aftureldingar. Í upphafi leiks skiptust liðin á mörkum eins og það væri enginn í marki. Pálmar varði ekki sitt fyrsta skot fyrr en eftir tæpar tíu mínútur og allt var inni hjá Stjörnunni. „Ég veit náttúrulega ekkert um handbolta sko. Ég veit bara eitthvað um markvörslu. Við vorum aðallega að gera tæknifeila í sókninni. Ég held að þeir hafi ekki skorað nema tvö eða þrjú mörk í upphafi utan af velli. Þeir voru að opna okkur og við vorum að taka heimskulegar ákvarðanir í sókninni og við vorum þannig að hleypa þeim í hraðaupphlaup. Ég held að sóknarleikurinn hjá okkur og þétt vörn sé aðal ástæðan.” Varnarleikur Aftureldingar var ekki góður í upphafi leiks en batnaði mikið eftir fyrsta korterið. Þeir fóru að trufla skotin hjá gestunum og gera lífið erfiðara fyrir þeim. Hversu mikið auðveldara var að verja eftir að varnarleikurinn small saman? „Það var töluvert auðveldara sko. Munaði náttúrulega um að fá Bödda inn í þennan leik sko. Hann er okkar mjaltarsnáði og búskapurinn gengur miklu betur í vörninni þegar hann er á staðnum. Þannig að það munar alveg helling um það.” Olís-deild karla
Afturelding styrkti stöðu sína í baráttunni um heimavallarréttinn í Olís deild karla með 33-27 sigri á Stjörnunni. Fyrir leikinn höfðu Garðbæingarnir unnið fimm leiki í röð og búnir að klifra upp töfluna. Þeir áttu hinsvegar lítinn séns í Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Leikurinn var fjörugur framan af en það var skorað úr fyrstu sjö sóknum leiksins. Það vantaði vægast sagt uppá bæði markvörsluna og varnarleikinn báðu megin í upphafi leiks. Liðin skiptust á forystum langt fram í fyrri hálfleik en Afturelding náðu tökum á leiknum þegar þeir voru komnir yfir 11-9 eftir tæpar tuttugu mínútur. Í þeirri stöðu tók Rúnar þjálfari Stjörnunnar leikhlé og skipti um markmann. Það sló heimamenn þó ekki út af laginu en þeir unnu hálfleikinn 18-13. Heimamenn komu töluvert orkumeiri inn í seinni hálfleikinn og náðu forystunni nokkrum sinnum upp í sjö mörk. Með tæpt korter eftir köstuðu heimamenn frá sér boltanum þrisvar í röð en gestirnir refsuðu í hvert einasta skipti og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Einar tók leikhlé eftir þetta áhlaup og róaði niður sína menn. Stjarnan héldu áfram að reyna að koma tilbaka en án árangurs. Af hverju vann Afturelding? Afturelding mættu hungraðari og voru með meiri breidd. 11 leikmenn skora fyrir Aftureldingu í leiknum en einungis 7 fyrir Stjörnuna sem sýnir hvað þeir eru mikið meiri breidd en gestirnir. Varnarleikur Stjörnunnar var brandari á köflum, hleyptu mönnum framhjá sér eins og þeir mættu ekki snerta þá. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Benediktsson var geggjaður sóknarlega fyrir Aftureldingu, alltaf þegar þeir þurftu mark gátu þeir gefið á Birki sem gat búið til mörk upp úr engu í kvöld. Elvar Ásgeirsson átti mjög góðan leik báðu megin fyrir Aftureldingu þurfti ekki að skjóta mikið en var lítið að klúðra. Þristarnir hjá Aftureldingu voru í stuði í kvöld. Stundum var eins og Stjörnumenn væru krakkar á móti börnum þegar þeir voru að reyna að skjóta yfir Einar og Böðvar í þristunum. Pálmar átti fínan leik í markinu hjá Aftureldingu, þegar hann datt í gang byrjaði Afturelding að búa sér til forystu sem hvarf aldrei. Hjálmtýr Alfreðsson var skásti leikmaður Stjörnunnar. Nýtti færin sín vel sóknarlega og gerði vel þrátt fyrir að hafa verið færður yfir í hægra hornið í smá stund. Stal tveimur boltum og var ágætur í vörninni. Hvað gekk illa? Allt við varnarleik Stjörnunnar nánast. Ungu stjörnunar hjá Stjörnunni Egill og Aron stóðust ekki væntingar í kvöld. Voru að taka mikið af erfiðum skotum og köstuðu boltunum mikið frá sér. Heimamenn voru rosalega kærulausir með boltann þegar þeir voru komnir mikið yfir og enduðu með 15 tapaða bolta skv. HBStatz. Hvað gerist næst? Stjarnan fær ÍBV í heimsókn á sunnudaginn klukkan 16:00. Mosfellingar fara í Breiðholtið næsta mánudagskvöld. Báðir leikir í verða í beinni á Stöð 2 Sport.Einar Andri: Sýndum mikinn karakter „Mér fannst við bara spila frábærlega, allan leikinn. Mikil liðsheild og hver einasti maður sem spilaði skilaði mjög góðu verki. Síðan vorum við bara með leikmenn sem að eru í frábæru formi eins og Pálmar og Birki. Aðallega var þetta bara gríðarlega sterk liðsheild,” sagði Einar Andri þjálfari Aftureldingar um hvað skóp sigurinn. Allir leikmenn þeir 11 leikmenn spiluðu sókn fyrir Aftureldingu skoruðu í kvöld, hvað gerir það fyrir liðið að hafa svona mikla breidd? „Það skiptir öllu máli. Við erum að reyna að koma liðinu í það stand að við getum spilað á öllum mönnum enda erum við með mjög mikið af góðum leikmönnum. Þetta er það sem við erum að leita eftir.” „Við bara missum pínu lítið hausinn í fimm mínútur. Þetta var í rauninni kannski bara þriggja, fjögurra mínútna kafli. Við sýndum bara mikinn karakter og ég hafði engar áhyggjur af þessu. Við höfðum spilað það vel að það var ekki annað í boði en að við myndum snúa þessu við aftur,” sagði Einar um kaflann þegar Stjarnan nær að minnka muninn niður í þrjú mörk. Má búast við að Arnór Freyr markmaður spili í lokaumferðinni? „Það er hæpið.”vísir/báraRúnar Sigtryggs: Mætum ekki rétt stemmdir til leiks „Menn voru bara að reyna að redda því sem komið var í óheppninni. Menn lögðu sig aðeins meira fram en þeir höfðu gert þangað til,” sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, um góða kaflann í leiknum hjá Stjörnunni. Hvað fór úrskeiðis í kvöld? „Við bara mætum ekki rétt stemmdir til leiks. Það hefur stigið mönnum til höfuðs að vinna nokkra leiki í röð. Einbeitingin var ekki góð, við náðum ekki að klára varnarleikinn nógu vel og þeir alltaf skotum á markið. Alltof mörg skot sem koma á markmið og markvarslan var nánast engin í kvöld. Sóknarlega þá erum við bara að sækja með fram vörninni, menn þurfa ekki að sækja á mennina og þegar menn eru að klúðra skotum þá kenna þeir dómurunum um. Þeir skjóta ekki á markið.” „Við þolum ekki að vinna fimm leiki í röð,” sagði Rúnar aðspurður hvað mætti taka jákvætt úr leiknum.Pálmar: Hann er okkar mjaltasnáði og búskapurinn gengur betur þegar hann er með Sigur í kvöld, hvernig er tilfinningin? „Hún er mjög góð en ég er mjög þreyttur. Þetta var klassa sigur og það er mun skemmtilegra að vinna heldur en að tapa,” sagði Pálmar Pétursson, markvörður Aftureldingar. Í upphafi leiks skiptust liðin á mörkum eins og það væri enginn í marki. Pálmar varði ekki sitt fyrsta skot fyrr en eftir tæpar tíu mínútur og allt var inni hjá Stjörnunni. „Ég veit náttúrulega ekkert um handbolta sko. Ég veit bara eitthvað um markvörslu. Við vorum aðallega að gera tæknifeila í sókninni. Ég held að þeir hafi ekki skorað nema tvö eða þrjú mörk í upphafi utan af velli. Þeir voru að opna okkur og við vorum að taka heimskulegar ákvarðanir í sókninni og við vorum þannig að hleypa þeim í hraðaupphlaup. Ég held að sóknarleikurinn hjá okkur og þétt vörn sé aðal ástæðan.” Varnarleikur Aftureldingar var ekki góður í upphafi leiks en batnaði mikið eftir fyrsta korterið. Þeir fóru að trufla skotin hjá gestunum og gera lífið erfiðara fyrir þeim. Hversu mikið auðveldara var að verja eftir að varnarleikurinn small saman? „Það var töluvert auðveldara sko. Munaði náttúrulega um að fá Bödda inn í þennan leik sko. Hann er okkar mjaltarsnáði og búskapurinn gengur miklu betur í vörninni þegar hann er á staðnum. Þannig að það munar alveg helling um það.”