Mætti alltaf á meðan sumir völdu sér leiki en var svo sparkað úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2018 10:00 Atli Eðvaldsson í baráttunni við Mark Hughes á síðasta landsliðsárinu 1991. vísir/getty Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur. Íslenski boltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur.
Íslenski boltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira