Sport

Vigtun hjá Gunnari og Oliveira í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnar hefur ekki barist síðan 16. júlí í fyrra.
Gunnar hefur ekki barist síðan 16. júlí í fyrra. vísir/getty
Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og hins brasilíska Alex Oliveira, sem kallaður er Kúrekinn, fer fram í dag í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, degi áður en þeir mætast í hringnum á UFC 231 bardagakvöldinu. Vigtunin á sér stað að morgni til í Kanada en á milli klukkan tvö og fjögur að íslenskum tíma. Gunnar og Alex keppa í veltivigt og þurfa því að vera á bilinu 71-77 kíló þegar stigið er á vigtina.

Gunnar hefur eytt undanförnum dögum í Kanada eftir að hafa undirbúið sig að mestu á Íslandi fyrir bardagann. Á milli æfinga hefur hann sinnt fjölmiðlaskyldum, æft og dvalið stuttlega á kanadísku sveitabýli þar sem hann komst á fjórhjól.

Bardagi Gunnars og Alex er einn af aðalbardögum kvöldsins og er jafnframt fyrsti bardagi Gunnars í sautján mánuði.

Íslendingurinn er að snúa aftur í hringinn eftir langa fjarveru en síðasti bardagi hans var gegn Santiago Ponzinibbio þar sem sá argentínski vann vafasaman sigur. Úrslit bardagans voru kærð í ljósi þess að Ponzinibbio sást ítrekað pota í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð sem er óheimilt í MMA.

Gunnar þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hné fyrir bardagakvöld í Liverpool í maí síðastliðnum og er því eflaust orðinn afar spenntur fyrir tækifærinu annað kvöld.



MMA

Tengdar fréttir

Kavanagh lentur í Toronto

John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×