Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 21:45 Frá Bíldudalsflugvelli. Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á flughlaðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08