Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:15 Simone Biles. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað. Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað.
Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira