Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:55 Meng Wanzhou var stöðvuð þegar hún millilenti í Kanada í upphafi mánaðarins. Vísir/Epa Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. Meng Wanzhou, sem jafnframt er dóttir stofnanda fyrirtækisins, bíður þess nú að vera framseld til Bandaríkjanna en lítið er nánar vitað um handtökuna. Þó hefur verið gefið út að hún var framkvæmd þann 1. desember síðastliðinn í kanadísku borginni Vancouver. Talið er að hún kunni að tengjast hugsanlegum brotum Huawei gegn viðskiptabanninu sem bandarísk stjórnvöld lögðu á íranska ríkið fyrr á þessu ári. Kínverska sendiráðið í Kanada hefur mótmælt handtökunni og krefst þess að fjármálastjórinn verði látinn laus, tafarlaust. Talsmaður Huawei segir að fyrirtækið hafi fengið fáar upplýsingar um handtökuna eða sakargiftirnar, auk þess sem Huawei væri ekki kunnugt um að Meng hafi gert nokkuð af sér. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt. Bandaríkin Kanada Kína Tækni Tengdar fréttir Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. Meng Wanzhou, sem jafnframt er dóttir stofnanda fyrirtækisins, bíður þess nú að vera framseld til Bandaríkjanna en lítið er nánar vitað um handtökuna. Þó hefur verið gefið út að hún var framkvæmd þann 1. desember síðastliðinn í kanadísku borginni Vancouver. Talið er að hún kunni að tengjast hugsanlegum brotum Huawei gegn viðskiptabanninu sem bandarísk stjórnvöld lögðu á íranska ríkið fyrr á þessu ári. Kínverska sendiráðið í Kanada hefur mótmælt handtökunni og krefst þess að fjármálastjórinn verði látinn laus, tafarlaust. Talsmaður Huawei segir að fyrirtækið hafi fengið fáar upplýsingar um handtökuna eða sakargiftirnar, auk þess sem Huawei væri ekki kunnugt um að Meng hafi gert nokkuð af sér. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt.
Bandaríkin Kanada Kína Tækni Tengdar fréttir Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35