Segir banka á eftir sér og Björk Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil. Fréttablaðið/GVA Ef marka má Jónas Freydal, eiganda Goecco, stefnir hraðbyri í einokun í ferðaþjónustu á Íslandi. Jónas lýsir stöðunni í bréfi sem hann sendi viðskiptavinum Goecco með tilkynningu um að íshellaferðir sem þeir höfðu keypt yrðu ekki farnir því fyrirtækið væri komið í þrot. Sagt var frá örlögum Goecco í Fréttablaðinu 27. nóvember. Jónas rekur Goecco undir hatti fyrirtækisins Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf. Margir ferðamenn sitja eftir með sárt ennið og fá ekki dýrar ferðir endurgreiddar. Jónas tilkynnti viðskiptavinum í tölvupósti í fyrri hluta nóvember að Goecco gæti ekki farið með þá í ferðir sem þegar voru seldar. „Bankar og jakkafatalið eru að taka yfir alla ferðaþjónustu á Íslandi og þeir eru önnum kafnir við að þurrka út alla sjálfstæða aðila,“ útskýrði hann. „Það er ekki aðeins við sem þeir eru á eftir, heldur prívatfólk sem dirfist af hafa skoðun – eins og hin fræga hljómsveit Sigur Rós, Björk og margir aðrir.“ Jónas vísaði í fréttir sem þá voru uppi um yfirtöku Icelandair á WOW air. „Aftur til einokunar!“ skrifaði hann. Sagði hann Ísland vera eyju sem væri stýrt af valdamiklum fjölskyldum. „Mjög líkt Sikiley. Undir fallegu yfirborði jökla og eldfjalla eru ótrúlegar skuggahliðar og ljótleiki falinn í fólki og í kerfinu.“ Þá sagði Jónas frá því að hann sé nú knúinn í gjaldþrot öðru sinni. Fyrra sinnið hafi verið í þrjár vikur í desember í fyrra vegna 10 þúsund dollara skattaskuldar sem reynst hafi byggð á misskilningi.Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar.Fréttablaðið/Anton Brink „Það hefur ekki verið níðst jafn mikið á nokkru öðru fyrirtæki á Íslandi í gegn um árin; af lögreglunni, skattinum og íbúum landsins. Og það vill ekki hætta. Í vetur eru þeir að reyna að banna Ice Cave Express túrinn okkar. Þeir eru líka búnir að banna okkur að elda gæðamáltíðir fyrir gesti okkar svo við þurfum að nota hótelið á staðnum og kaupa slæma matinn þeirra. Lögreglumaðurinn á staðnum á hótelið og eiginkona hans er hótelstjórinn,“ lýsti Jónas raunum sínum og íshellaskoðunarfyrirtækis síns. Og það er ekki allt. „Þegar við vorum að byrja að gera íshellaferðir frægar þá skáru bændur á svæðinu á dekkin hjá okkur og reyndu að fá sett bann á okkur í þjóðgarðinum til að geta náð viðskiptunum. Lögreglan er búin að stöðva okkur yfir fimmtíu sinnum þótt við hefðum öll leyfi og þeir hafi aldrei fundið neitt á okkur. Þetta er brjálæði,“ sagði Jónas og kvaðst nú verða að gefast upp. „Við höfum borgað okkar skatta og reynt að halda slóð okkar algerlega hreinni. Ólíkt ákveðnum íslenskum stjórnmálamönnum,“ benti Jónas á og undirstrikaði síðan að Ísland gæti verið sönn paradís. „En það er alltaf hættulegt að segja sannleikann. Það er hluti ástæðunnar fyrir þeirri stöðu okkar í dag.“ Jerod Anderson, einn viðskiptavina Goecco, sagðist í gær ekki ekkert hafa heyrt frá fyrirtækinu, hvað þá fengið endurgreitt jafnvirði ríflega 230 þúsund króna sem hann og kona hans borguðu. Vonbrigðin hafi verið mikil er þau heyrðu af gjaldþrotinu þremur vikum fyrir Íslandsferðina. Og ekki bæti úr skák að ferðin sem hafi verið bókuð fyrir níu mánuðum fáist ekki endurgreidd. Annað gildi um ferðafélaga þeirra sem hafi bókað fyrir mánuði og náð að fá endurgreitt í gegn um PayPal. „Við erum árangurslaust búin að reyna ná sambandi í gegn um síma og tölvupóst. Það eru ótrúleg vonbrigði að þeir reyndust allt sem maður óttast þegar farið er til lítils lands. Þeir hirtu ekki aðeins peningana okkar heldur vanvirða okkur áfram og fyrirtæki eins og þeirra sjálfra sem eru heiðarleg og reyna að gera hlutina rétt,“ segir Jerod Anderson, sem einmitt í gær var að að ljúka ferð sem hann keypti í staðinn fyrir þá sem brást. Þess má geta að fimm Tetra-talstöðvar úr búi fyrirtækisins virðast hafa verið auglýstar til sölu á Facebook-síðunni Braski og bralli (allt leyfilegt) í síðustu viku. Ásett verð var 70 þúsund krónur stykkið. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum. 27. nóvember 2018 06:45 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ef marka má Jónas Freydal, eiganda Goecco, stefnir hraðbyri í einokun í ferðaþjónustu á Íslandi. Jónas lýsir stöðunni í bréfi sem hann sendi viðskiptavinum Goecco með tilkynningu um að íshellaferðir sem þeir höfðu keypt yrðu ekki farnir því fyrirtækið væri komið í þrot. Sagt var frá örlögum Goecco í Fréttablaðinu 27. nóvember. Jónas rekur Goecco undir hatti fyrirtækisins Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf. Margir ferðamenn sitja eftir með sárt ennið og fá ekki dýrar ferðir endurgreiddar. Jónas tilkynnti viðskiptavinum í tölvupósti í fyrri hluta nóvember að Goecco gæti ekki farið með þá í ferðir sem þegar voru seldar. „Bankar og jakkafatalið eru að taka yfir alla ferðaþjónustu á Íslandi og þeir eru önnum kafnir við að þurrka út alla sjálfstæða aðila,“ útskýrði hann. „Það er ekki aðeins við sem þeir eru á eftir, heldur prívatfólk sem dirfist af hafa skoðun – eins og hin fræga hljómsveit Sigur Rós, Björk og margir aðrir.“ Jónas vísaði í fréttir sem þá voru uppi um yfirtöku Icelandair á WOW air. „Aftur til einokunar!“ skrifaði hann. Sagði hann Ísland vera eyju sem væri stýrt af valdamiklum fjölskyldum. „Mjög líkt Sikiley. Undir fallegu yfirborði jökla og eldfjalla eru ótrúlegar skuggahliðar og ljótleiki falinn í fólki og í kerfinu.“ Þá sagði Jónas frá því að hann sé nú knúinn í gjaldþrot öðru sinni. Fyrra sinnið hafi verið í þrjár vikur í desember í fyrra vegna 10 þúsund dollara skattaskuldar sem reynst hafi byggð á misskilningi.Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar.Fréttablaðið/Anton Brink „Það hefur ekki verið níðst jafn mikið á nokkru öðru fyrirtæki á Íslandi í gegn um árin; af lögreglunni, skattinum og íbúum landsins. Og það vill ekki hætta. Í vetur eru þeir að reyna að banna Ice Cave Express túrinn okkar. Þeir eru líka búnir að banna okkur að elda gæðamáltíðir fyrir gesti okkar svo við þurfum að nota hótelið á staðnum og kaupa slæma matinn þeirra. Lögreglumaðurinn á staðnum á hótelið og eiginkona hans er hótelstjórinn,“ lýsti Jónas raunum sínum og íshellaskoðunarfyrirtækis síns. Og það er ekki allt. „Þegar við vorum að byrja að gera íshellaferðir frægar þá skáru bændur á svæðinu á dekkin hjá okkur og reyndu að fá sett bann á okkur í þjóðgarðinum til að geta náð viðskiptunum. Lögreglan er búin að stöðva okkur yfir fimmtíu sinnum þótt við hefðum öll leyfi og þeir hafi aldrei fundið neitt á okkur. Þetta er brjálæði,“ sagði Jónas og kvaðst nú verða að gefast upp. „Við höfum borgað okkar skatta og reynt að halda slóð okkar algerlega hreinni. Ólíkt ákveðnum íslenskum stjórnmálamönnum,“ benti Jónas á og undirstrikaði síðan að Ísland gæti verið sönn paradís. „En það er alltaf hættulegt að segja sannleikann. Það er hluti ástæðunnar fyrir þeirri stöðu okkar í dag.“ Jerod Anderson, einn viðskiptavina Goecco, sagðist í gær ekki ekkert hafa heyrt frá fyrirtækinu, hvað þá fengið endurgreitt jafnvirði ríflega 230 þúsund króna sem hann og kona hans borguðu. Vonbrigðin hafi verið mikil er þau heyrðu af gjaldþrotinu þremur vikum fyrir Íslandsferðina. Og ekki bæti úr skák að ferðin sem hafi verið bókuð fyrir níu mánuðum fáist ekki endurgreidd. Annað gildi um ferðafélaga þeirra sem hafi bókað fyrir mánuði og náð að fá endurgreitt í gegn um PayPal. „Við erum árangurslaust búin að reyna ná sambandi í gegn um síma og tölvupóst. Það eru ótrúleg vonbrigði að þeir reyndust allt sem maður óttast þegar farið er til lítils lands. Þeir hirtu ekki aðeins peningana okkar heldur vanvirða okkur áfram og fyrirtæki eins og þeirra sjálfra sem eru heiðarleg og reyna að gera hlutina rétt,“ segir Jerod Anderson, sem einmitt í gær var að að ljúka ferð sem hann keypti í staðinn fyrir þá sem brást. Þess má geta að fimm Tetra-talstöðvar úr búi fyrirtækisins virðast hafa verið auglýstar til sölu á Facebook-síðunni Braski og bralli (allt leyfilegt) í síðustu viku. Ásett verð var 70 þúsund krónur stykkið.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum. 27. nóvember 2018 06:45 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum. 27. nóvember 2018 06:45