„Smávægilega“ vélarbilunin rannsökuð sem alvarlegt flugatvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2018 22:44 Flugvél WOW Air. Vísir/Vilhelm Vélarbilunin sem kom upp í vél WOW Air á leið til Baltimore þann 1. nóvember síðastliðinn og varð til þess að ákveðið var að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík er rannsökuð sem alvarlegt flugatvik. Þetta staðfestir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Mbl.is. Þegar greint var frá biluninni á sínum tíma sagði að Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að um smávægilega vélarbilun hafi verið um að ræða. Segir Ragnar að við skoðun hafi komið í ljós að atvikið hafi reynst alvarlegra en í fyrstu var talið. F2 hættustigi var lýst yfir á flugvellinum en hættustig ræðst af stærð vélar og fjölda farþega. Björgunarsveitarfólk var í viðbragðsstöðu vegna málsins en útkallið var afturkallað þegar flugvélinni var lent án vandræða. Á vefnum Aviation Herald kemur fram að flugmenn vélarinnar hafi neyðst til þess að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar vegna olíuleka og var olíumagnið orðið það lítið að slökkva þurfti á hreyflinum. Við skoðun eftir lendingu hafi einnig komið í ljós að olía hafði lekið úr hinum hreyflinum, án þess þó að slökkva hafi þurft á honum.Málið er nú í rannókn hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugvél WOW Air snúið við vegna bilunar Vél WOW Air á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum var snúið við skömmu eftir flugtak upp úr klukkan fjögur í dag. Ástæðan mun vera bilun í hreyfli vélarinnar. 1. nóvember 2018 16:23 Vél Wow-air lenti heilu og höldnu eftir bilun Öryggislending vegna bilunar í hreyfli gekk vel og önnur flugvél tók á loft með farþegana skömmu síðar. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Vélarbilunin sem kom upp í vél WOW Air á leið til Baltimore þann 1. nóvember síðastliðinn og varð til þess að ákveðið var að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík er rannsökuð sem alvarlegt flugatvik. Þetta staðfestir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Mbl.is. Þegar greint var frá biluninni á sínum tíma sagði að Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að um smávægilega vélarbilun hafi verið um að ræða. Segir Ragnar að við skoðun hafi komið í ljós að atvikið hafi reynst alvarlegra en í fyrstu var talið. F2 hættustigi var lýst yfir á flugvellinum en hættustig ræðst af stærð vélar og fjölda farþega. Björgunarsveitarfólk var í viðbragðsstöðu vegna málsins en útkallið var afturkallað þegar flugvélinni var lent án vandræða. Á vefnum Aviation Herald kemur fram að flugmenn vélarinnar hafi neyðst til þess að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar vegna olíuleka og var olíumagnið orðið það lítið að slökkva þurfti á hreyflinum. Við skoðun eftir lendingu hafi einnig komið í ljós að olía hafði lekið úr hinum hreyflinum, án þess þó að slökkva hafi þurft á honum.Málið er nú í rannókn hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugvél WOW Air snúið við vegna bilunar Vél WOW Air á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum var snúið við skömmu eftir flugtak upp úr klukkan fjögur í dag. Ástæðan mun vera bilun í hreyfli vélarinnar. 1. nóvember 2018 16:23 Vél Wow-air lenti heilu og höldnu eftir bilun Öryggislending vegna bilunar í hreyfli gekk vel og önnur flugvél tók á loft með farþegana skömmu síðar. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Flugvél WOW Air snúið við vegna bilunar Vél WOW Air á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum var snúið við skömmu eftir flugtak upp úr klukkan fjögur í dag. Ástæðan mun vera bilun í hreyfli vélarinnar. 1. nóvember 2018 16:23
Vél Wow-air lenti heilu og höldnu eftir bilun Öryggislending vegna bilunar í hreyfli gekk vel og önnur flugvél tók á loft með farþegana skömmu síðar. 1. nóvember 2018 19:04