Bláa lónið verðlagt á 50 milljarða króna Hörður Ægisson skrifar 5. desember 2018 06:00 Tekjur Bláa lónsins námu 102 milljónum evra í fyrra og jukust um 25 milljónir evra frá fyrra ári. Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, er verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í því samkomulagi sem eignarhaldsfélagið Kólfur, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, gerði nýlega við framtakssjóðinn Horn II um kaup á 49,45 prósenta hlut sjóðsins í Hvatningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hvatning heldur á 39,1 prósents hlut í Bláa lóninu og er því óbeinn eignarhlutur sjóðsins rúmlega 19,3 prósent. Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri Horns II, sem er í rekstri Landsbréfa, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um kaupverðið og vísaði til trúnaðar. Með kauptilboðinu í hlut Horns II í Bláa lóninu verðmetur Kólfur ferðaþjónustufyrirtækið talsvert hærra en sjóður í stýringu bandaríska fjárfestingafélagsins Blackstone sem hugðist kaupa 30 prósenta hlut í Bláa lóninu af HS Orku sumarið 2017. Tilboð Blackstone hljóðaði þá upp á 95 milljónir evra, jafnvirði 13,3 milljarða króna á núverandi gengi, sem jafngildir því að markaðsvirði Bláa lónsins sé rúmlega 44 milljarðar króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma, samlagshlutafélags í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem fer með þriðjungshlut í HS Orku, ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboði Blackstone. Tilkynnt var um samkomulagið milli Kólfs og Horns II þann 20. nóvember síðastliðinn en samkvæmt því er hluthöfum framtakssjóðsins veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til loka janúar næstkomandi á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum. Tilurð viðskiptanna má rekja til þess að líftími Horns II, sem var komið á fót vorið 2013, mun renna sitt skeið á næsta ári.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.vísir/pjeturSamkvæmt heimildum Markaðarins mun Grímur á næstunni halda fjárfestakynningar á Bláa lóninu fyrir hluthafa Horns II. Stærstu hluthafar sjóðsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður, hvor um sig með 18,17 prósenta eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Landsbankinn með 7,66 prósenta hlut, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda með 5,85 prósent og þá nemur eignarhlutur tryggingafélagsins VÍS 5,38 prósentum. Líklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að mikill meirihluti hluthafa Horns II hafi í hyggju að nýta sér kaupréttinn og vera þannig áfram óbeinir hluthafar í Bláa lóninu. Það eigi hins vegar ekki við um Landsbankann sem er þriðji stærsti hluthafi Horns II. Í ársreikningi sjóðsins fyrir 2017 var hlutur Horns II í Hvatningu metinn á ríflega 8 milljarða króna en miðað við núverandi kauptilboð Kólfs þá er virði hlutarins í kringum 9,5 milljarða króna. Vöxtur Bláa lónsins á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur. Tekjur fyrirtækisins námu þannig rúmlega 102 milljónum evra, jafnvirði 14 milljarða króna, á síðasta ári og jukust um 25 milljónir evra á milli ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um 31 milljón evra á árinu 2017 og hækkaði um þriðjung frá fyrra ári. EBITDA fyrirtækisins jókst um liðlega 39 prósent í fyrra og nam rúmlega 39 milljónum evra. Fyrir utan Hvatningu og HS Orku eru helstu hluthafar Bláa lónsins eignarhaldsfélagið Keila með 9,2 prósenta hlut en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Þá eiga Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins, og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, einnig hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugmilljarða hlutur í HS Orku til sölu Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. 24. október 2018 08:30 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Grímur bætir við sig í Bláa lóninu Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. 20. nóvember 2018 15:41 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, er verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í því samkomulagi sem eignarhaldsfélagið Kólfur, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, gerði nýlega við framtakssjóðinn Horn II um kaup á 49,45 prósenta hlut sjóðsins í Hvatningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hvatning heldur á 39,1 prósents hlut í Bláa lóninu og er því óbeinn eignarhlutur sjóðsins rúmlega 19,3 prósent. Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri Horns II, sem er í rekstri Landsbréfa, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um kaupverðið og vísaði til trúnaðar. Með kauptilboðinu í hlut Horns II í Bláa lóninu verðmetur Kólfur ferðaþjónustufyrirtækið talsvert hærra en sjóður í stýringu bandaríska fjárfestingafélagsins Blackstone sem hugðist kaupa 30 prósenta hlut í Bláa lóninu af HS Orku sumarið 2017. Tilboð Blackstone hljóðaði þá upp á 95 milljónir evra, jafnvirði 13,3 milljarða króna á núverandi gengi, sem jafngildir því að markaðsvirði Bláa lónsins sé rúmlega 44 milljarðar króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma, samlagshlutafélags í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem fer með þriðjungshlut í HS Orku, ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboði Blackstone. Tilkynnt var um samkomulagið milli Kólfs og Horns II þann 20. nóvember síðastliðinn en samkvæmt því er hluthöfum framtakssjóðsins veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til loka janúar næstkomandi á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum. Tilurð viðskiptanna má rekja til þess að líftími Horns II, sem var komið á fót vorið 2013, mun renna sitt skeið á næsta ári.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.vísir/pjeturSamkvæmt heimildum Markaðarins mun Grímur á næstunni halda fjárfestakynningar á Bláa lóninu fyrir hluthafa Horns II. Stærstu hluthafar sjóðsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður, hvor um sig með 18,17 prósenta eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Landsbankinn með 7,66 prósenta hlut, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda með 5,85 prósent og þá nemur eignarhlutur tryggingafélagsins VÍS 5,38 prósentum. Líklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að mikill meirihluti hluthafa Horns II hafi í hyggju að nýta sér kaupréttinn og vera þannig áfram óbeinir hluthafar í Bláa lóninu. Það eigi hins vegar ekki við um Landsbankann sem er þriðji stærsti hluthafi Horns II. Í ársreikningi sjóðsins fyrir 2017 var hlutur Horns II í Hvatningu metinn á ríflega 8 milljarða króna en miðað við núverandi kauptilboð Kólfs þá er virði hlutarins í kringum 9,5 milljarða króna. Vöxtur Bláa lónsins á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur. Tekjur fyrirtækisins námu þannig rúmlega 102 milljónum evra, jafnvirði 14 milljarða króna, á síðasta ári og jukust um 25 milljónir evra á milli ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um 31 milljón evra á árinu 2017 og hækkaði um þriðjung frá fyrra ári. EBITDA fyrirtækisins jókst um liðlega 39 prósent í fyrra og nam rúmlega 39 milljónum evra. Fyrir utan Hvatningu og HS Orku eru helstu hluthafar Bláa lónsins eignarhaldsfélagið Keila með 9,2 prósenta hlut en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Þá eiga Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins, og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, einnig hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugmilljarða hlutur í HS Orku til sölu Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. 24. október 2018 08:30 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Grímur bætir við sig í Bláa lóninu Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. 20. nóvember 2018 15:41 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Tugmilljarða hlutur í HS Orku til sölu Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. 24. október 2018 08:30
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00
Grímur bætir við sig í Bláa lóninu Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. 20. nóvember 2018 15:41