Alþjóðageirinn til bjargar Konráð S. Guðjónsson skrifar 5. desember 2018 07:00 Hagfræðingar eru snillingar þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina. Snillingar að því leyti að sumir þeirra hafa atvinnu af spám þó að stundum sé eins og öllum mögulegum útkomum sé spáð. Einnig eru sumir hagfræðingar snillingar í að stökkva fram og segja: „Sko, ég sagði það!“ Og í raun fleiri en bara hagfræðingar ef út í það er farið. Hagfræðingar eru þó við nánari skoðun ekki alltaf snillingar þegar kemur að spádómum um framtíðina, ekki fremur en annað fólk. Það er mjög auðvelt að spá kreppu áratugum saman og segja: „Sko, ég sagði það!“ þegar höggið kemur. Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring.Lendingu frestað? Í meira en ár hafa margir, þar með talið undirritaður, viðrað áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og því hefur verið spáð að verri tíð sé fram undan í efnahagsmálum. Líklega er það enn rétt – öll teikn eru á lofti um um að fádæma góðæri sé að ljúka, í bili að minnsta kosti. Sumar hagtölur sem birst hafa síðustu mánuði benda þó til að endalokum uppsveiflunnar hafi verið frestað um nokkra mánuði, sem er enn eitt dæmið um takmarkaða spádómsgáfu hagfræðinga – og mannfólks ef út í það er farið. Nýjar tölur um utanríkisviðskipti bera þetta með sér. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningur á föstu gengi um 9% og þar af um heil 11% á þriðja ársfjórðungi. Á hverjum degi frá byrjun janúar til loka september bættu Íslendingar við 307 milljónum króna í útflutningsverðmæti frá síðasta ári, samtals um 84 milljarðar króna á árinu. Sama hvernig á það er litið er þetta mikill vöxtur og gleðileg tíðindi þar sem öflugur útflutningur er grundvallarforsenda þess að við getum búið við öryggi og þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á 21. öldinni. 227 milljarða útflutningurinn sem enginn vissi af Mikill útflutningsvöxtur er engin nýmæli eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár, en það sem er nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf á ekki nema um fjóra milljarða af þeim 81 milljarði króna sem bæst hafa við útflutning landsmanna, að teknu tillit til gengisbreytinga. Sjávarútvegur og álframleiðsla eiga stóran þátt í þessum vexti, en þó að tekið sé einnig tillit til þeirra er um 34 milljarða aukning útflutnings frá greinum sem sjaldnar er fjallað um og mynda samanlagt um 277 milljarða króna af útflutningi Íslands fyrstu níu mánuði ársins. Stærstur hluti þeirra greina fellur undir alþjóðageirann. Þar ber hæst 12 milljarða innspýtingu vegna hugverka íslenskra aðila, ríflega fjögurra milljarða aukningu útflutningstekna af fjarskiptum, upplýsingatækni og annarri viðskiptaþjónustu, fimm milljarða frá öðrum iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum vöruútflutningi. Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti. Hún endurspeglar aukinn kaupmátt landsmanna og þannig launahækkanir sem raunverulega skila ávinningi. Hún endurspeglar þó fyrst og fremst að íslensku hagkerfi er fært, ef rétt er haldið á spöðunum, að auka útflutning á breiðum grunni og þannig bæta lífskjör allra landsmanna. Með öflugri og breiðari útflutningi minnka líka sveiflur efnahagslífsins, sem auðveldar okkur hagfræðingum og öllum öðrum að spá fyrir um framtíðina. Augun á boltanum Til að halda áfram á þessari braut þurfa stjórnvöld að setja enn meiri kraft í að skapa atvinnulífinu stöðugt, hagfellt og samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað síst að hlúa að nýsköpun sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni og er lífsnauðsynleg til að tryggja góð lífskjör til framtíðar. Nýsköpun er líka nauðsynleg til að takast á við áskoranir framtíðarinnar við hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Höfum augun á boltanum og látum ekki stríðsyfirlýsingar og hótanir telja okkur trú um annað.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hagfræðingar eru snillingar þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina. Snillingar að því leyti að sumir þeirra hafa atvinnu af spám þó að stundum sé eins og öllum mögulegum útkomum sé spáð. Einnig eru sumir hagfræðingar snillingar í að stökkva fram og segja: „Sko, ég sagði það!“ Og í raun fleiri en bara hagfræðingar ef út í það er farið. Hagfræðingar eru þó við nánari skoðun ekki alltaf snillingar þegar kemur að spádómum um framtíðina, ekki fremur en annað fólk. Það er mjög auðvelt að spá kreppu áratugum saman og segja: „Sko, ég sagði það!“ þegar höggið kemur. Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring.Lendingu frestað? Í meira en ár hafa margir, þar með talið undirritaður, viðrað áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og því hefur verið spáð að verri tíð sé fram undan í efnahagsmálum. Líklega er það enn rétt – öll teikn eru á lofti um um að fádæma góðæri sé að ljúka, í bili að minnsta kosti. Sumar hagtölur sem birst hafa síðustu mánuði benda þó til að endalokum uppsveiflunnar hafi verið frestað um nokkra mánuði, sem er enn eitt dæmið um takmarkaða spádómsgáfu hagfræðinga – og mannfólks ef út í það er farið. Nýjar tölur um utanríkisviðskipti bera þetta með sér. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningur á föstu gengi um 9% og þar af um heil 11% á þriðja ársfjórðungi. Á hverjum degi frá byrjun janúar til loka september bættu Íslendingar við 307 milljónum króna í útflutningsverðmæti frá síðasta ári, samtals um 84 milljarðar króna á árinu. Sama hvernig á það er litið er þetta mikill vöxtur og gleðileg tíðindi þar sem öflugur útflutningur er grundvallarforsenda þess að við getum búið við öryggi og þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á 21. öldinni. 227 milljarða útflutningurinn sem enginn vissi af Mikill útflutningsvöxtur er engin nýmæli eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár, en það sem er nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf á ekki nema um fjóra milljarða af þeim 81 milljarði króna sem bæst hafa við útflutning landsmanna, að teknu tillit til gengisbreytinga. Sjávarútvegur og álframleiðsla eiga stóran þátt í þessum vexti, en þó að tekið sé einnig tillit til þeirra er um 34 milljarða aukning útflutnings frá greinum sem sjaldnar er fjallað um og mynda samanlagt um 277 milljarða króna af útflutningi Íslands fyrstu níu mánuði ársins. Stærstur hluti þeirra greina fellur undir alþjóðageirann. Þar ber hæst 12 milljarða innspýtingu vegna hugverka íslenskra aðila, ríflega fjögurra milljarða aukningu útflutningstekna af fjarskiptum, upplýsingatækni og annarri viðskiptaþjónustu, fimm milljarða frá öðrum iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum vöruútflutningi. Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti. Hún endurspeglar aukinn kaupmátt landsmanna og þannig launahækkanir sem raunverulega skila ávinningi. Hún endurspeglar þó fyrst og fremst að íslensku hagkerfi er fært, ef rétt er haldið á spöðunum, að auka útflutning á breiðum grunni og þannig bæta lífskjör allra landsmanna. Með öflugri og breiðari útflutningi minnka líka sveiflur efnahagslífsins, sem auðveldar okkur hagfræðingum og öllum öðrum að spá fyrir um framtíðina. Augun á boltanum Til að halda áfram á þessari braut þurfa stjórnvöld að setja enn meiri kraft í að skapa atvinnulífinu stöðugt, hagfellt og samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað síst að hlúa að nýsköpun sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni og er lífsnauðsynleg til að tryggja góð lífskjör til framtíðar. Nýsköpun er líka nauðsynleg til að takast á við áskoranir framtíðarinnar við hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Höfum augun á boltanum og látum ekki stríðsyfirlýsingar og hótanir telja okkur trú um annað.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun