Þingmenn á Klaustri svara ekki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2018 07:30 Stemningin í sal Alþingis var þung þegar rætt var um málefni þingmannanna á Klaustur Bar. Fréttablaðið/Anton Brink „Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í yfirlýsingu sinni við upphaf þingfundar í gær. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins þurfti forseti Alþingis að biðja þjóðina afsökunar á háttalagi sex kjörinna þingmanna. Siðanefnd þingsins hefur verið virkjuð sem á að skoða hvort þingmenn hafi brotið siðareglur sínar. Forseti tilkynnti jafnframt við upphaf þingfundar að bæði Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gætu ekki „af persónulegum ástæðum“ sinnt þingmennsku sinni.Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins og einn gerenda í samtalinu á Klaustri, mætti á fund þingflokksformanna fyrir hádegi í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þinginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst öllum gríðarlega óþægilegt að hafa Önnu Kolbrúnu inni á þeim fundi og ljóst hefði verið á svipbrigðum Önnu að henni hefði ekki liðið vel á fundinum. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, biðlaði til forsætisráðherra á þingi í gær að leiða þá vinnu að efla traust almennings á Alþingi. „[Í] dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni, standa gegn mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og fordómum,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alla þingmenn bera ábyrgð á að upphefja virðingu þingsins. „Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkenndist af kvenfyrirlitningu og fordómum gagnvart ýmsum hópum, hvort sem er hinsegin fólki, fötluðu fólki eða öðrum hópum. Slík orðræða er í senn óverjandi og óafsakanleg,“ sagði forsætisráðherra. Enn eru að birtast á vefmiðlum ummæli úr drykkju sexmenningana. Til að mynda birtist seint í gærkvöld frétt þar sem Bergþór Ólason hafði uppi afar klámfengna orðræðu um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra við undirtektir félaga sinna við borðið. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná í þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustri þetta umrædda kvöld en ekki haft árangur sem erfiði. Hvorki símtölum né skilaboðum um að hafa samband er svarað. Birtist í Fréttablaðinu Uppsögn lektors við HR Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í yfirlýsingu sinni við upphaf þingfundar í gær. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins þurfti forseti Alþingis að biðja þjóðina afsökunar á háttalagi sex kjörinna þingmanna. Siðanefnd þingsins hefur verið virkjuð sem á að skoða hvort þingmenn hafi brotið siðareglur sínar. Forseti tilkynnti jafnframt við upphaf þingfundar að bæði Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gætu ekki „af persónulegum ástæðum“ sinnt þingmennsku sinni.Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins og einn gerenda í samtalinu á Klaustri, mætti á fund þingflokksformanna fyrir hádegi í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þinginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst öllum gríðarlega óþægilegt að hafa Önnu Kolbrúnu inni á þeim fundi og ljóst hefði verið á svipbrigðum Önnu að henni hefði ekki liðið vel á fundinum. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, biðlaði til forsætisráðherra á þingi í gær að leiða þá vinnu að efla traust almennings á Alþingi. „[Í] dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni, standa gegn mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og fordómum,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alla þingmenn bera ábyrgð á að upphefja virðingu þingsins. „Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkenndist af kvenfyrirlitningu og fordómum gagnvart ýmsum hópum, hvort sem er hinsegin fólki, fötluðu fólki eða öðrum hópum. Slík orðræða er í senn óverjandi og óafsakanleg,“ sagði forsætisráðherra. Enn eru að birtast á vefmiðlum ummæli úr drykkju sexmenningana. Til að mynda birtist seint í gærkvöld frétt þar sem Bergþór Ólason hafði uppi afar klámfengna orðræðu um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra við undirtektir félaga sinna við borðið. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná í þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustri þetta umrædda kvöld en ekki haft árangur sem erfiði. Hvorki símtölum né skilaboðum um að hafa samband er svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Uppsögn lektors við HR Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53