Katrín þiggur boð Bernie Sanders Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 18:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun alþjóðasamtaka framfarasinna. Bernie Sanders er annar forsprakka samtakanna. Vísir/Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo. Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo.
Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira