Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2018 16:15 Davíð Jóhannesson byrjaði á hjólaskóflu í Sigöldu fyrir 43 árum, og vann einnig á samskonar tæki í Búrfellsvirkjun 2 í sumar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann. Um land allt Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann.
Um land allt Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira