Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2018 16:15 Davíð Jóhannesson byrjaði á hjólaskóflu í Sigöldu fyrir 43 árum, og vann einnig á samskonar tæki í Búrfellsvirkjun 2 í sumar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann. Um land allt Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Lagið samdi Gunnar Þórðarson en textann Þorsteinn Eggertsson. Það má enn sjá draumblik í augum þeirra sem unnu sem ungir menn í Sigöldu þegar sá tími er rifjaður upp. „Ó, já. Meyjarnar mig völdu, sögðu þeir,“ segir Davíð Jóhannesson. „En það var ekki ég,“ tekur hann fram og hlær. Davíð byrjaði í Sigöldu fyrir 43 árum sem hjólaskóflumaður og hefur síðan komið að öllum stórvirkjunum, síðast Búrfelli 2.Guðmundur Ingólfsson vélfræðingur byrjaði í Sigöldu. Hann segir Búrfell 2 verða sína síðustu virkjun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur Ingólfsson, vélfræðingur hjá Stálafli Orkuiðnaði, hóf einnig virkjanaferilinn í Sigöldu og hefur sömuleiðis komið að flestum virkjunum síðan. Guðmundur segir að mjög sérstakt hafi verið að vinna í Sigöldu þegar lagið sló í gegn árið 1975 og þeir Davíð segja að starfsmennirnir hafi mikið sótt á sveitaböll á þeim tíma, meðal annars á Hvol. „Því nú grætt ég hef meira en mér finnst nóg,“ segir einnig í textanum en sögur fóru af óvenju háum launum við Sigöldu. „Það er alveg rétt. Þetta var alveg svakalega vel borgað. Menn höfðu aldrei kynnst öðru eins,“ segir Davíð. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.30 í kvöld verður fjallað um Þjórsársvæðið þar sem starfsmenn rifja meðal annars upp Sigöldutímann.
Um land allt Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira