„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 15:47 Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, las upp yfirlýsingu og bréf um leyfi þingmanna við upphaf þingfundar í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira