Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2018 12:15 Hornborið á Klaustri þar sem þingmennirnir sex sátu að kvöldi 20. nóvember síðastliðinn. Vísir/SÓJ Rekstrarstjóri Klausturs telur ólíklegt að umdeilt „selahljóð“ megi rekja til stólanna á staðnum. Húsgögnin séu nýleg og plasttappar undir öllum fótum. Óvísindaleg tilraun blaðamanns til að framkalla hljóðið með stólunum á Klaustri rennir stoðum undir efasemdir rekstrarstjórans. Þær má heyra í spilaranum hér neðar í fréttinni. Á margumtalaðri Klaustursupptöku mátti heyra þingmenn ræða um Freyju Haraldsdóttur og í miðri umræðunni heyrist nokkuð afgerandi hljóð. Því var slegið upp í frétt DV að um selshljóð væri að ræða. Freyja greindi sjálf frá því í gærkvöldi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einn Klaustursþingmannanna, hafi hringt í hana og beðið Freyju afsökunar á þeim orðum sem voru látin falla í umræðunum. Hann hafi jafnframt útskýrt að umrætt hljóð væri í raun ekki sela-eftirherma, heldur hafi einhver verið að hreyfa stól í námunda við þingmennina.Sjá einnig: Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni SigmundarÍris Dögg Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Kvosarinnar, hótelsins sem rekur Klaustur, og rekstrarstjóri veitingastaðarins, C. Lísa Óskarsdóttir, eru hins vegar á öðru máli. Aðspurðar um hvort hægt sé að ná fram hinu hvella hljóði með því að hreyfa stóla staðarins eru þær á einu máli: „Það eru engar líkur á því. Það er ekki séns.“ Blaðamaður Vísis heimsótti Klaustur í morgun til að fá úr því skorið hvort fótur væri fyrir skýringum Sigmundar. Hann framkvæmdi tvær tilraunir: Í þeirri fyrri dró hann tóman stól yfir gólfið þar sem þingmennirnir sátu. Í síðari tilrauninni settist hann svo sjálfur í stólinn og spyrnti sér þannig að stólfæturnir drógust eftir parketinu. Niðurstöðurnar má heyra í spilaranum hér að neðan. Í fyrsta hluta upptökunnar má heyra hljóðin sem tómur stóll framkvæmir, í öðrum hlutanum situr blaðamaðurinn í stólnum og í þeim þriðja má heyra umrædda Klausturupptöku - og um leið hið svokallaða selahljóð.Eins og heyra má reyndist blaðamanni ómögulegt að framkvæma sambærilegt hljóð og það sem heyrist á Klausturupptökunni. Það kemur Írisi og C. Lísu ekki á óvart, þær hafi aldrei heyrt slíkt selahljóð frá stólunum. „Þetta eru ný húsgögn, við fengum þau fyrir síðasta sumar og það eru góðir tappar undir þeim öllum,“ segir Íris Dögg. „Þið heyrið það bara sjálf, það er nánast ekkert hljóð í stólunum,“ bætti hún við er hún dró stól eftir gólfinu. Blaðamaður getur vottað fyrir það, hljóðið var á svipuðum nótum og heyra mátti í tilraununum hér að ofan. „Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér.“ C. Lísa og Íris segja að það verði jafnframt að horfa til þess að á kvöldin sé spiluð tónlist á Klaustri. Þó svo að hún sé ekki hávær ætti hún engu að síður að yfirgnæfa hvers kyns hljóð sem gætu komið frá stólunum. „Þegar það er komin tónlist í salinn og þú sest í stólinn þá heyrist ekki svona hátt í stólnum. Ef þú situr kyrr í stólnum og ert ekki markvisst að færa stólinn fram og til baka þá nærðu ekki þessu hljóði. Það er ekki séns.“Sigmundur og upptökur algengasta grínið Öll umfjöllunin um Klaustur síðustu daga hefur skilað sér í stóraukinni aðsókn á staðinn. Þannig hafi verið „svakalega mikið að gera“ á föstudag og laugardag að sögn C. Lísu, sem stóð vaktina á barnum. Vísir hefur einnig heimildir fyrir því að það hafi þurft að vísa áhugasömum frá Klaustri um helgina, það hafi hreinlega ekki verið laus sæti. Þrátt fyrir það var nóg af brandaraköllum á Klaustri um helgina að sögn rekstrarstjórans. Aðspurð um hvaða grín hafi verið vinsælast segir C. Lísa að margir hafi beðið um „einn Sigmund Davíð.“ Þau hafi þó ekki getað orðið við þeirri beiðni, enda ekkert á drykkjarseðlinum sem ber nafn formanns Miðflokksins. „Svo var fólk líka mikið að spyrja hvar hljóðnemarnir væru. Hvar eru upptökurnar? Hvar er öruggt að sitja,“ segir C. Lísa. Auk þess hafi einhverjir kynnt sig sem Marvin - sem er jú einmitt leyninafn einstaklingsins sem tók upp samtal þingmannanna. „En það er bara allt í lagi. Þetta mál mun líklega seint gleymast,“ segir Íris. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Rekstrarstjóri Klausturs telur ólíklegt að umdeilt „selahljóð“ megi rekja til stólanna á staðnum. Húsgögnin séu nýleg og plasttappar undir öllum fótum. Óvísindaleg tilraun blaðamanns til að framkalla hljóðið með stólunum á Klaustri rennir stoðum undir efasemdir rekstrarstjórans. Þær má heyra í spilaranum hér neðar í fréttinni. Á margumtalaðri Klaustursupptöku mátti heyra þingmenn ræða um Freyju Haraldsdóttur og í miðri umræðunni heyrist nokkuð afgerandi hljóð. Því var slegið upp í frétt DV að um selshljóð væri að ræða. Freyja greindi sjálf frá því í gærkvöldi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einn Klaustursþingmannanna, hafi hringt í hana og beðið Freyju afsökunar á þeim orðum sem voru látin falla í umræðunum. Hann hafi jafnframt útskýrt að umrætt hljóð væri í raun ekki sela-eftirherma, heldur hafi einhver verið að hreyfa stól í námunda við þingmennina.Sjá einnig: Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni SigmundarÍris Dögg Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Kvosarinnar, hótelsins sem rekur Klaustur, og rekstrarstjóri veitingastaðarins, C. Lísa Óskarsdóttir, eru hins vegar á öðru máli. Aðspurðar um hvort hægt sé að ná fram hinu hvella hljóði með því að hreyfa stóla staðarins eru þær á einu máli: „Það eru engar líkur á því. Það er ekki séns.“ Blaðamaður Vísis heimsótti Klaustur í morgun til að fá úr því skorið hvort fótur væri fyrir skýringum Sigmundar. Hann framkvæmdi tvær tilraunir: Í þeirri fyrri dró hann tóman stól yfir gólfið þar sem þingmennirnir sátu. Í síðari tilrauninni settist hann svo sjálfur í stólinn og spyrnti sér þannig að stólfæturnir drógust eftir parketinu. Niðurstöðurnar má heyra í spilaranum hér að neðan. Í fyrsta hluta upptökunnar má heyra hljóðin sem tómur stóll framkvæmir, í öðrum hlutanum situr blaðamaðurinn í stólnum og í þeim þriðja má heyra umrædda Klausturupptöku - og um leið hið svokallaða selahljóð.Eins og heyra má reyndist blaðamanni ómögulegt að framkvæma sambærilegt hljóð og það sem heyrist á Klausturupptökunni. Það kemur Írisi og C. Lísu ekki á óvart, þær hafi aldrei heyrt slíkt selahljóð frá stólunum. „Þetta eru ný húsgögn, við fengum þau fyrir síðasta sumar og það eru góðir tappar undir þeim öllum,“ segir Íris Dögg. „Þið heyrið það bara sjálf, það er nánast ekkert hljóð í stólunum,“ bætti hún við er hún dró stól eftir gólfinu. Blaðamaður getur vottað fyrir það, hljóðið var á svipuðum nótum og heyra mátti í tilraununum hér að ofan. „Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér.“ C. Lísa og Íris segja að það verði jafnframt að horfa til þess að á kvöldin sé spiluð tónlist á Klaustri. Þó svo að hún sé ekki hávær ætti hún engu að síður að yfirgnæfa hvers kyns hljóð sem gætu komið frá stólunum. „Þegar það er komin tónlist í salinn og þú sest í stólinn þá heyrist ekki svona hátt í stólnum. Ef þú situr kyrr í stólnum og ert ekki markvisst að færa stólinn fram og til baka þá nærðu ekki þessu hljóði. Það er ekki séns.“Sigmundur og upptökur algengasta grínið Öll umfjöllunin um Klaustur síðustu daga hefur skilað sér í stóraukinni aðsókn á staðinn. Þannig hafi verið „svakalega mikið að gera“ á föstudag og laugardag að sögn C. Lísu, sem stóð vaktina á barnum. Vísir hefur einnig heimildir fyrir því að það hafi þurft að vísa áhugasömum frá Klaustri um helgina, það hafi hreinlega ekki verið laus sæti. Þrátt fyrir það var nóg af brandaraköllum á Klaustri um helgina að sögn rekstrarstjórans. Aðspurð um hvaða grín hafi verið vinsælast segir C. Lísa að margir hafi beðið um „einn Sigmund Davíð.“ Þau hafi þó ekki getað orðið við þeirri beiðni, enda ekkert á drykkjarseðlinum sem ber nafn formanns Miðflokksins. „Svo var fólk líka mikið að spyrja hvar hljóðnemarnir væru. Hvar eru upptökurnar? Hvar er öruggt að sitja,“ segir C. Lísa. Auk þess hafi einhverjir kynnt sig sem Marvin - sem er jú einmitt leyninafn einstaklingsins sem tók upp samtal þingmannanna. „En það er bara allt í lagi. Þetta mál mun líklega seint gleymast,“ segir Íris.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10