Viðurkennir nú að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 09:28 Tveir ákærðu mæta í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sindri Þór, sem varð þjóðþekktur er hann yfirgaf fangelsið á Sogni fyrr á árinu án þess að láta kóng né prest vita og flaug úr landi, játar nú að hafa farið inn í gagnaver í iðnaðarhverfi í Borgarnesi þann 15. desember í fyrra og í gagnaver Advania 16. janúar síðastliðinn. Hann neitar þó að hafa nokkuð haft með skipulagningu og undirbúning innbrotanna að gera. Annar ákærður, Matthías Jón Karlsson, óskaði sömuleiðis eftir því að breyta afstöðu sinni. Líkt og Sindri Þór viðurkennir hann að hafa brotist inn í gagnaver Advania. Hann sver þó af sér að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið með þeim Sindra Þór og Viktori Inga Jónassyni sem einnig er ákærður í sama lið. Þremenningarnir eru á meðal sjö ákærðra í málinu sem er eitt stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Varðar málið þjófnað úr gangaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember í fyrra og janúar síðastliðnum. Geta brotin varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Mennirnir huldu flestir höfuð sín í morgun þegar þeir mættu í dómsal. Þeir neita allir sök.Greiddi tryggingu og flutti úr landi Á meðal ákærðu er Sindri Þór en gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum eftir að hann fór af landi brott eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna rannsóknar málsins. Hann var handtekinn í Amsterdam nokkrum dögum síðar og færður heim til Íslands þar sem hann var úrskurðaður í farbann. Sindri greiddi síðan 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni og flutti til Spánar en lofaði að vera viðstaddur aðalmeðferð málsins. Hann er mættur í dómsal í dag ásamt sakborningunum sex. Þeirra á meðal Hafþór Logi Hlynsson, sömuleiðis búsettur á Spáni, en Hafþór hlaut á dögunum tólf mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember í fyrra og janúar síðastliðnum og tilraunir til innbrota í tvö önnur.350 Bitcoin-tölvur Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Á meðal ákærðu er fyrrverandi öryggisvörður sem er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania ásamt fatnaði merktum fyrirtækinu sem brotist var inn í.Vísir mun fylgjast með gangi mála í aðalmeðferðinni í dag en henni verður svo framhaldið í vikunni. Reiknað er með því að hún taki þrjá daga. *Uppfært Í fyrri útgáfu fréttar voru bæði Sindri og Matthías sagðir hafa viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi. Hið rétt er að Sindri viðurkenndi að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi, ekki Matthías. Báðir viðurkenndu að hafa farið inn í gagnaver Advania. Borgarbyggð Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. 15. nóvember 2018 16:26 Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 27. nóvember 2018 14:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sindri Þór, sem varð þjóðþekktur er hann yfirgaf fangelsið á Sogni fyrr á árinu án þess að láta kóng né prest vita og flaug úr landi, játar nú að hafa farið inn í gagnaver í iðnaðarhverfi í Borgarnesi þann 15. desember í fyrra og í gagnaver Advania 16. janúar síðastliðinn. Hann neitar þó að hafa nokkuð haft með skipulagningu og undirbúning innbrotanna að gera. Annar ákærður, Matthías Jón Karlsson, óskaði sömuleiðis eftir því að breyta afstöðu sinni. Líkt og Sindri Þór viðurkennir hann að hafa brotist inn í gagnaver Advania. Hann sver þó af sér að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrotið með þeim Sindra Þór og Viktori Inga Jónassyni sem einnig er ákærður í sama lið. Þremenningarnir eru á meðal sjö ákærðra í málinu sem er eitt stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Varðar málið þjófnað úr gangaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember í fyrra og janúar síðastliðnum. Geta brotin varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Mennirnir huldu flestir höfuð sín í morgun þegar þeir mættu í dómsal. Þeir neita allir sök.Greiddi tryggingu og flutti úr landi Á meðal ákærðu er Sindri Þór en gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum eftir að hann fór af landi brott eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna rannsóknar málsins. Hann var handtekinn í Amsterdam nokkrum dögum síðar og færður heim til Íslands þar sem hann var úrskurðaður í farbann. Sindri greiddi síðan 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni og flutti til Spánar en lofaði að vera viðstaddur aðalmeðferð málsins. Hann er mættur í dómsal í dag ásamt sakborningunum sex. Þeirra á meðal Hafþór Logi Hlynsson, sömuleiðis búsettur á Spáni, en Hafþór hlaut á dögunum tólf mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember í fyrra og janúar síðastliðnum og tilraunir til innbrota í tvö önnur.350 Bitcoin-tölvur Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Á meðal ákærðu er fyrrverandi öryggisvörður sem er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania ásamt fatnaði merktum fyrirtækinu sem brotist var inn í.Vísir mun fylgjast með gangi mála í aðalmeðferðinni í dag en henni verður svo framhaldið í vikunni. Reiknað er með því að hún taki þrjá daga. *Uppfært Í fyrri útgáfu fréttar voru bæði Sindri og Matthías sagðir hafa viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi. Hið rétt er að Sindri viðurkenndi að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi, ekki Matthías. Báðir viðurkenndu að hafa farið inn í gagnaver Advania.
Borgarbyggð Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. 15. nóvember 2018 16:26 Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 27. nóvember 2018 14:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. 15. nóvember 2018 16:26
Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 27. nóvember 2018 14:04
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30