Það sem þjóðin vill ekki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:00 Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun